Sunnudagur, 29. janúar 2017
Starfsþjálfun í stað ofmenntunar
Einhver hluti háskólanema ætti fremur heima í starfsþjálfun hjá fyrirtækjum. Esther Hallsdóttir talar fyrir þessum hópi nemenda, sem leiðast fræðin og óska eftir þjálfun á vinnumarkaði.
Með lögum sem hvetja fyrirtæki til að ráða ungt fólk í vinnu á námslaunum væri hægt að koma til móts við háskólanema sem ekki finna sig í fræðilegu námi.
Tvær flugur væru slegnar í einu höggi. Álag á háskóla minnkar og vinnumarkaðurinn fær aukinn starfskraft á raunhæfum kjörum.
Athugasemdir
það má ekki fara á svig við að margar starfsgreinar eru lika fræðilegt nám- og krefst þess sama og annað Háskólanám. Það að vinna að tækninámi og vinnu krefst mentunar. Ekki hægt að likja því við- bara- einhverskonar verkannavinnu- sem er ólaubuð- að mestu- og talað niður til.
þess vegna fer þjóðfelagið á mis við marga tæknimenn á mörgum sviðum- námið er ekki nógu FLOTT !!!
Erla Magna Alexandersdóttir, 29.1.2017 kl. 21:11
Hvað á lið að gera í háskóla sem ekki finnur sig í fræðilegu námi? Eiga menn að læra að greiða sér í háskóla? Verður hægt að taka Master í vændi? Eða múrverki?
Halldór Jónsson, 29.1.2017 kl. 21:46
Kannski ekki Halldór minn,en absalútt að læra að greiða skuldir sínar. Mér fannst orðið svo mikið um skrítin fræði í H.Í.man sértstaklega eftir "Sníkjudýrafræði",en að athuguðu máli er nauðsynlegt að læra lifnaðar hætti þesskonar dýra.
Helga Kristjánsdóttir, 29.1.2017 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.