Glæpamenn og vælandi siðleysingjar

Glæpamenn taka lögin í sínar hendur. Sumir, til dæmis Hrói höttur, gera það í þágu virðingarverðs málsstaðar. Aðrir, svo sem Madoff, stunda glæpi til að skara eld að eigin köku.

Útrásarglæpamenn Íslands sköruðu eld að eigin köku. Starfsemi þeirra var hvorki virðingarverð né í þágu almannahags.

Í stað þess að una dómsniðurstöðu eru íslensku útrásarglæpamennirnir sívælandi í fjölmiðlum um að þeir hafi ekki hlotið makleg málagjöld. Síðasta hálmstrá þeirra er að dómarar í hæstarétti hafi verið vanhæfir.

Ef maður hittir dæmdan bankaglæpamann á förnum vegi horfir hann á mann rannsakandi augum sem spyrja; ,,gæti ég átt von á vandræðum frá honum þessum." Bankaglæpamennirnir vilja eflaust ekki búa við tortryggni sem mætir þeim á götum og torgum. En siðblinda þeirra torveldar fyrirgefningu. Þeir neita sök en eru sekir eins og syndin. Svoleiðis fólk fær ekki fyrirgefningu synda sinna - jafnvel þótt dómar yrðu ógiltir af tæknilegum ástæðum.


mbl.is Hagsmunir dómara til Mannréttindadómstólsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband