Fimmtudagur, 19. janúar 2017
Verðum ekki ógæfuþjóð - Grænlendingar eru vinir okkar
Grænlendingar eru vinir okkar og hafa alltaf verið. Í rannsókn er sakamál sem er þyngra en tárum taki.
En sakamálið tengist einstaklingum og er ekki til marks um hver við eða Grænlendingar erum sem þjóðir.
Verðum ekki ógæfuþjóð sem yfirfærir sekt eða sakleysi einstaklinga yfir á heilar þjóðir.
Grænlendingar mæti óvild hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta ekki einhversskonar múgæsingur sem á upptök sín á samfélagsmiðlum?
Hrossabrestur, 19.1.2017 kl. 20:13
Hvernig er það eiginlega, bera ekki útgerðir/skipstjórar alla ábyrgð á fíkniefnafraktflutningum fiskiskipa sem þeir eiga/stjórna hverju sinni?
Fordómar og múgæsingur gagnvart varnarlausum þrælum yfirmanna er ekkert nýtt á Íslandi. Þetta er hins vegar nýjasta opinbera dæmið hér á landi um slíka stimplun og for-dóma.
Það eru allir saklausir uns sekt hefur verið opinberlega sönnuð með siðmenntuðum réttarhöldum óspilltra lögmanna/dómara.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.1.2017 kl. 21:38
LIKE.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.1.2017 kl. 22:11
Svo sammála. Mjög mikilvægt að það komi fram að hvað sem kemur út úr þessu þá eru Grænlendingar okkar vina þjóð og þetta varpar engum skugga á það.
Mofi, 20.1.2017 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.