Sælir eru einfaldir

Gáfur eru mannkostur en alls ekki sá eini. Heiðarleiki, iðni, hófsemi og hugrekki eru mannkostir sem hafa ekkert með gáfur að gera.

Gáfur leiða menn oft í ógöngur. Skólastrákar um alla Evrópu flykktust í herinn sumarið 1914 til að stríða á meðan bændafólk sinnti uppskerunni sátt við lífið og tilveruna. Gamalli konu á Íslandi, óskólagenginni, varð að orði þetta sumar; 'það er ég viss um að þeir hætta ekki þessari vitleysu fyrr en þeir drepa einhvern.' Og þeir dóu nokkrir á Flandri og við Somme og Verdun árin 1914 - 1918. Ekki síst vegna gáfumenna sem fundu upp bráðsnjallt tæki, vélbyssuna.

Ef gáfum hnignar er það kannski til marks um að við þurfum ekki á þeim að halda. Í sögunni var hyggjvitið alltaf í askana látið. Tvísýnna er með bókvitið.


mbl.is Greindarvísitala lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Rúv-sjónvarp  virðist ekki hjálpa, við að hækka þá vísitölu með því að sýna stöðugt ameríska glæpaþætti, óvandaðar teikimyndir og boltaleiki.

Þjððin er í raun forheimskuð með slíkum sýningum.

78% Af dagskránni á rúv gengur út á að flagga chaos-viðburðum.

Það vantar að vitrasti einstaklingurinn LEIÐI þjóðina með lausnum í yfirveguðum viðtalsþáttum í sjónvaprssal með skýringarmyndm í ró og næði.

Jón Þórhallsson, 19.1.2017 kl. 09:39

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvernig  mun forseti íslands   bregast við þessari frétt?

(Hirðirnn sem að á að bera ábyrgð á hjörðinni?).

Halda áfram að öskra á boltaleikmenn á erlendum fótboltavöllum?

Jón Þórhallsson, 19.1.2017 kl. 10:42

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

,,Sælir eru einfaldir, því þeir fatta ekki hvað þeir eru vitlausir."

Hnignu gáfna á sér stað vegan þess að það er minni dreifing á genum. Færri starfstöðvar ef svo má segja.

Í búfjárrækt hefur þetta verið leyst með því að frysta sæði úr afburða einstaklingum og nota á sæðingastöðvum.

Það á ekki við í mannheimi af siðferðisástæðum.

Þó gæti verið praktíst að koma á fót litlu útibúi í Vatnsmýrinni þar sem háskólastútentar gætu selt sæðisdropa til að hafa vasapeninga til daglegs brúks.

Ég þekki dæmi um hjúkrunarkonu sem vildi eignast barn og var ekki alveg sama hvernig barnið væri að Guði gert. Hún tryggði sig með því að fá verkfræðing í verkið og eignaðist barnið með honum.

Þetta eru viðkvæm mál og erfitt að fjalla um, svo ég hætti núna.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.1.2017 kl. 10:55

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Brjóstvitið hagleikur og verksvit kom mönnum býsna vel áfram.Mannkynið kemur til með að brúka rellur með gervigreind,þeim hefur ekki tekist að koma í þær óheiðarleika,þær ljúga ekki.
 Hvað er svona viðkvæmt við það Þorsteinn þótt forsjálni stjórni barneign hjúkku.Það er bara aldrei víst að allt gangi eins og maður óskar.
Jón öskrið á fótboltaleikjum er hluti stemmningar og gleðinnar að vera samheldin þjóð.Annars áhugalausir á fótbolta fara á þannig leiki til að upplifa "kikkið".
Það er jafn gaman að sjá skák í sjónvarpi með skíringum,þar eru ekki læti eða í golfi,trufli það aðra heimilismenn.Ég er svo heppin að börn mín og barnabörn, hafa áhuga og hafa stundað boltagreinar,eru samt menntuð flest á háskólastigi.  

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2017 kl. 13:36

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Þeir sem vilja fræðast um styrjöldina við Somme ættu að lesa bókina Sagittarius Rísandi eftir Cecil Lewis, orrustuflugmann í stóra stríðinu  sem ég gaf út mér til tjóns fyrir nokkrum árum. Hún er til á ótal tungumálum en ég get útvegað eintak á íslensku ef mikið liggur við.

Halldór Jónsson, 19.1.2017 kl. 13:45

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Helga það er ekki viðkvæmt þó kona finni sér ágæta mann til að eignast með afkvæmi. Það sem ég meina er að það gæti verið viðkvæmt ef ætti að fara stunda skipulagðar kynbætur á mannfólki.

Sjálfur þekki ég vel til búfjárkynbóta sem fv. búfjárræktarráðunautur og sæðingamaður og allt lýtur það sömu lögmálum.

Auðvitað stunduðu Íslendingar mannakynbætur þegar valið var í hjónabönd fyrr á öldum, en það hefur svo sem ekki verið mikið rannsakað fyrir hvað eiginleiku hefur verið valið og varla lengur haldbær gögn til um það. Þó er aldrei að vita.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 19.1.2017 kl. 15:03

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já drengur minn! Í dag kalla þær það "íspinna"elskurnar sem þrá að eignast barn. - -þekki aðeins til hrossaræktar sem systir mín og dóttir hennar stunduðu fyrir sig sjálfar,það var ekki ónýtt að eiga frænku sem er dýralæknir og leit oft til þeirra og er orðin yfirdýralæknir í dag. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2017 kl. 23:39

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Af tvennu illu er hyggjuvitið betra en bókvitið. Bókvitið verður ekki í askana látið, nema á listamannalaunum. Hyggjuvitið byggir á líðandi stund, en bókvitið a fortíð og órum. Hvort halda menn að gagnist betur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.1.2017 kl. 04:21

9 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Orðatiltækið ,,bókvitð verður ekki í askana látið" hefur sennilega verið fundið upp af mönnum sem var illa við að fólk lægi í bóku yfir hásláttinn og mönnum eins og Bjarti í Sumarhúsum sem sagði við börn sín, þegar ekkert lá fyrir að gera, ,, farið út og gerið eitthvað" sem það mátti helst ekki vera í bóku sem skiluðu litlu að þeirra mati.

Þetta er auðvitað hálf dauður frasi, því allt nám hefur hingað til byggst á bókum og skipstjóri skips væri illa staddur ef hann hefði ekki lært siglingafræði af bókum, eða læknir í uppskurði, eða verkfræðingur við burðarþolsútreikninga.

Bróstvitð eða rökhyggja getur aftur á móti verið uppbyggð reynsla frá fyrri tíð og rökhugsun og gáfum við að leysa verkefni líðandi stundar, hvað skal nú gera hvernig er best að leysa þetta mál o.s.frv.?

Færnin til að efla sig í námi og tileinka sér vinnuaðferðir, vera eljusamur, og leysa verk vel af hendi færist sem eiginleikar milli einstaklinga með genunum. Eftir því sem færri eru á þeim vettvangi verður minni dreifing á genum. En það geta fundist ágæt gen í fólki sem ekki er talið gáfað samkvæmt almannarómi.

Þannig getur ákveðin blöndun leyst úr læðing nýja hæfileika, þannig að þessi kenning er ef til vill ekki alveg skotheld hjá Kára.

Hægt er að brjóta upp stöðnun  í framförum með nýju blóði og fá framfarir og er það oft notað þegar skyldleiki er orðin mikill.

Og spurning hvort nýtt blóð hjá Íslendingu fjarlægi ekki frekjugenið í Íslendingum við að mægjast öðru fólki en innlendum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.1.2017 kl. 10:35

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

<Menntun hefur ekkert með greindarvísitölu að gera. En með því að mennta sig öðlast fólk hins vegar þekkingu og á þá að sporna við heimskunni. Að vera með hærri greindarvísitölu getur hjálpað heilmikið til að afla sér þekkingar en oft er það dugnaðurinn sem hjálpar mest til. Þessvegna þarf það ekkert að vera að hinn hálærði hafi meiri greind en fólkið sem hefur styttri skólagöngu.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.1.2017 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband