Fimmtudagur, 19. janúar 2017
Tilfinningar ESB og kalt mat
Stærsta verkefni Evrópusambandsins, evran, var byggt á tilfinningu en ekki staðreyndum eða efnahagslegum rökum. Tilfinningin var sú að einn gjaldmiðill myndi þvinga fram pólitískan samruna ESB-þjóða í eitt ríki Stór-Evrópu.
Frá upphafi stóðu Bretar utan evrunnar. Kalt mat Breta var að evran væri áhætta sem ekki borgaði sig að taka. Ákvörðun um evruna var tekin fyrir aldarfjórðungi og henni var hleypt af stokkunum sem gjaldmiðli Evrópusambandsins um aldamótin.
Reynslan sýnir að evran var mistök. Hún virkaði í sjö góðærisár, fram að kreppunni 2008, en varð öllum öðrum en Þjóðverjum dýrkeypt eftir það.
Úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, var formlega ákveðin í þjóðaratkvæðagreiðslu síðast liðið sumar. En drögin að úrsögninni voru skrifuð þegar um aldamótin, þegar Bretar höfnuðu aðild að evrunni.
Vegna evrunnar og úrsagnar Breta er Evrópusambandið með særðar tilfinningar. Kalt og yfirvegað mat á aðstæðum er þeim ofviða sem er í tilfinningalegu uppnámi.
Þurfum að komast framhjá tilfinningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.