Þriðjudagur, 17. janúar 2017
Ísland hættir í EES - fordæmi Breta
Bretar hætta í Evrópusambandinu og fara ekki í EES-samstarfið þar sem Ísland, Noregur og Liechtenstein eru fyrir á fleti. Þar með er EES-samstarfið dauðadæmt.
Með samningum við Bretland verður komið fordæmi fyrir tvíhliðasamningum við Evrópusambandið. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær EES-þjóðirnar gera sambærilega samninga.
EES-samstarfið er barn síns tíma, ætlað þjóðum á leið inn í Evrópusambandið. Ísland og Noregur eru ekki á leið inn í ESB um fyrirsjáanlega framtíð. Eftir að fordæmi Breta er komið verður aðeins tímaspurning hvenær EES-samstarfinu lýkur.
Verða utan innri markaðar ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.