Þref á þingi og þjóðardeilur

Á hverjum tíma þjarkar stjórnarandstaðan við ríkisstjórnarmeirihlutann á alþingi um stór mál og smá. Fæst mál vekja athygli utan þingheims. En nuddið á þingi er aðferð stjórnarandstöðunnar til að halda sér í formi og vera í æfingu þegar þjóðardeilur komast á dagskrá.

Þjóðardeilur í seinni tíð eru reiðibylgja sem tekst að magna upp í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Stjórnarandstaðan kyndir undir og reynir með öllum ráðum að veikja ríkisstjórnina.

Þjóðardeilur snúast stundum um meginmál, hvort eigi að virkja eða ganga í ESB. Oftar en ekki eru þjóðardeilur þó tittlingaskítur, til dæmis um tímasetningu á útgáfu skýrslna.

Léttvægar þjóðardeilur á alþingi eru til þess fallnar að gera þingstörf ómerkileg í augum þjóðarinnar. Stjórnarandstaðan mætti festa það sér í minni að ekki er betra veifa röngu tré en öngvu.


mbl.is Funda um formenn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Á einhver annar æí innskráningarvanda en ég?

Halldór Jónsson, 17.1.2017 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband