Trump rífur niður heimsmynd kalda stríðsins

Nató er stofnun kalda stríðsins. Eftir fall Sovétríkjanna fyrir 25 árum var Nató tilgangslaus stofnun. Til að halda lífi í hernaðarbandalaginu fékk það hlutverk að vera hernaðararmur útþenslu Evrópusambandsins í Austur-Evrópu annars vegar og hins vegar varð Nató verkfæri vestrænna ríkja í hernaðarátökum í miðausturlöndum.

Bæði Evrópusambandið og Nató þurfa á óvinaímynd að halda til að þétta raðirnar. Rússland og Pútín forseti þjóna þessu hlutverki. Hvergi er til sparað að gera Rússland og Pútin að hættulegum óvini sem sitji um lífshagsmuni Vestur-Evrópu. Óvinaímyndin er byggð á áróðri.

Bandaríkin fjármagna Nató að stærstum hluta. Donald Trump kynnti í kosningabaráttunni þá stefnu að bæta samskiptin við Rússland og draga úr framlögum til Nató. Um leið og hann rífur niður heimsmynd kalda stríðsins skilur hann tvær stofnanir þess tímabils eftir á berangri: Nató og Evrópusambandið. 


mbl.is Segir að NATO sé úrelt stofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég verð að segja að ég bind miklar vonir við Trump sem forseta.  Gleymum því ekki að það var ekki lítið "drullað" yfir Reagan á sínum tíma en þegar upp var staðið reyndist hann með betri forsetum Bandaríkjanna.....

Jóhann Elíasson, 16.1.2017 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband