Sunnudagur, 15. janúar 2017
Hitler, helförin og afneitunin
Ný bíómynd, Denial, fjallar um fræg réttarhöld um aldamótin þar sem breski sagnfræðingurinn David Irving tapaði máli gegn Deborah Lipstadt. Hún hafði ásakað Irving um að vera helfarar-afneitara.
Helfarar-afneitari er viðsjált hugtak. Þröng merking þess felur í sér að afneita verksmiðjumorðum á mörgum milljónum, að skipun Hitlers, í Auschwitz. Víðari merking hugtaksins er að helfarar-afneitari hafnar þeirri sögulegu staðreynd að Þjóðverjar skipulögðu fjöldamorð á gyðingum í seinni heimsstyrjöld.
David Irving er helfarar-afneitari í fyrri merkingunni en um hann er talað eins og hann afneiti með öllu skipulögðum morðum nasista á gyðingum.
Irving tapaði Lipstadt-málinu, eigum sínum og orðstír sem sagnfræðingur. En samkvæmt Guardian fær Irving uppreisn æru í netheimum. Hann býr vel í Skotlandi og keyrir á Rolls Royce.
Irving selur bækur í bílförmum og er eftirsóttur fyrirlesari. Hann auglýsir fundarlaun upp á þúsund pund fyrir þann sem getur reitt fram sönnun um að Hitler hafi fyrirskipað fjöldamorð á gyðingum. Enginn hefur gefið sig fram. Eins og nærri má geta er Irving ekki sáttur við hvernig hann er kynntur til sögunnar í Denial.
Irving hafnar verksmiðjumorðum í Auschwitz. En hann hafnar ekki skipulögðum fjöldamorðum nasista á gyðingum í seinni heimsstyrjöld. Í einum af fjölmörgum fyrirlestrum á Youtube talar hann ítarlega um skipulögð fjöldamorð á gyðingum. Hann býður skoðanaferðir á vettvang fjöldamorðanna í Póllandi, þ.e. Treblinka, Sobibor, Belzec og Majdanek. Á þessum slóðum voru tvær til þrjár milljónir gyðinga drepnar með köldu blóði. Lík þeirra eru í fjöldagröfum.
Irving er sérstaklega hataður fyrir að bera blak af Hitler. Irving segir engar sannanir fyrir aðild Hitlers að fjöldamorðum. Irving telur að Heinrich Himmler sé meginhöfundurinn að fjöldamorðunum.
Án höfuðpaurs eins og Hitler verður helförin ekki lengur djöfullegt samsæri myrkrahöfðingjans, einstætt í sögunni. En maður verður ekki afneitari sögulegra staðreynda þótt maður telji Hitler eins og hvern annan þýskan stjórnmálamann. Sagnfræðingurinn AJP Taylor sagði fyrir meira en hálfri öld að Hitler, og hegðun hans, væri ekki geðveiki eða illskan uppmáluð, heldur afhafnir þýsks stjórnmálamanns í hefðbundinni pólitík og stríðsrekstri.
Sagnfræði er alltaf smituð af pólitík. Við verðum að búa við þá staðreynd.
Athugasemdir
Enginn hinna valdamestu einræðisherra á 20. öld hafði viðlíka völd og Hitler. Hann bjó til kerfi með sérstöku embætti einvaldsins, "Der Fuhrer", "Foringinn" með stórum staf.
Allir næstráðendur hans urðu að sverja honum persónulegan hollustuheið, og þetta gilti um hvern einasta hermann. Það varð að heilsa honum með sérstakri kveðju.
Hann hrinti sjálfur Gyðingaofsóknunum af stað áður en hann komst til valda og notaði völdin til að skipa þá í embætti sem áttu að sjá um útrýmingu þeirra, til dæmis bæði Heydrich og Himmler.
Það er fáránlegt að hægt sé að firra Hitler ábyrgð af helförinni, síst af öllu hann, sem bar endanlega ábyrgð á því þegar aðrir framkvæmdu skipanir hans og allir sóttu völd sín.
Þráhyggja hans og ofstopi urðu til þess að framlengja stríðið langt fram yfir það sem nokkurt vit var í, og það var aðeins hægt vegna hinna einstæðu hollustueiða, sem honum voru unnir.
Ómar Ragnarsson, 15.1.2017 kl. 13:59
Athyglisverð sögu skoðun Páll. Er þetta það sem þú kennir í FG?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.1.2017 kl. 15:51
Sennilega hefur þú aldrei stundað framhaldsskóla, Elfar Aðalsteinn. Í framhaldsskólum er kennd saga en ekki söguskoðun.
Páll Vilhjálmsson, 15.1.2017 kl. 16:52
Já. Og á nú að segja manni að Hitler hafi ekki haft neitt sérstakt á móti gyðingum?
Hafa menn heyrt minnst á youtube? Það er hægt að sjá framferði, orð og framkomu Hitlers. Gera sér grein á augabragði fyrir hægri- þóðrembings- rasisma histeríunni.
Maðurinn var náttúrulega kolbrjálaður öfga-hægri rugludallur.
Reyndar merkilegt samhljómurinn við málflutning sumra í nútíma:
https://www.youtube.com/watch?v=_0V_xf3OQgM
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2017 kl. 22:14
Ómar Bjarki,
Flokkurinn sem komst til valda í Þýskalandi fyrir seinna stríð hét Verkamanna flokkur þýskra þjóðernissósíalista. Nei, Hitler var ekki hægri sinnaður.
Valur Arnarson, 15.1.2017 kl. 22:46
Páll, geturðu vitnað beint í orð Taylors?
Wilhelm Emilsson, 15.1.2017 kl. 23:15
Það voru 6 milljónir gyðinga myrtir í helförinni, þar af 1.5 milljónir barna.
Valur Arnarson, 15.1.2017 kl. 23:22
Þorsteinn,
Vitleysan hjá þér verður ekkert réttari þótt stækkir letrið. Hún verður bara örlítið klikkaðari.
Valur Arnarson, 16.1.2017 kl. 00:17
...þótt þú stækkir letrið.
Átti þetta að vera.
Valur Arnarson, 16.1.2017 kl. 00:18
Ég sé núna að í myndbandinu, sem Páll vísar, í kemur fram bein tilvísun í orð AJP Taylors og þau orð eru umdeild, svo ekki sé meira sagt. En hvers vegna ertu að púkka uppá Irving, Páll?
Wilhelm Emilsson, 16.1.2017 kl. 03:00
Þorsteinn,
Seinni heimstyrjöldin var hér til umræðu. Það voru 6 milljón gyðinga myrtir af Nasistum í henni. Kommúnistar hafa svo líka látið til sín taka - enda trúarbrögð bönnuð í Sovétríkjunum í einu formi eða öðru á hinum ýmsu tímum.
Ofsóknir gegn gyðingum hafa svo staðið yfir í Evrópu frá 1890 í einu formi eða öðru en það er önnur saga og önnur umræða.
Ég skil reyndar ekki aðkomu þína að þessari umræðu. Páll sagði að 2 - 3 milljónir gyðinga hafi verið drepnir á þessum slóðum (í Póllandi). Það er ekki rangt hjá honum.
Valur Arnarson, 16.1.2017 kl. 10:17
Þorsteinn,
Ég er engin sérfræðingur í Helförum og hef ekki afneitað neinu. Þú veist að gyðingar voru drepnir með köldu blóði á fleiri stöðum í Póllandi en bara í Auschwitz. Reyndar sé ég ekki að það skipti öllu máli hver nákvæm talan er, verknaðurinn var óhugnalegur, ómanneskjulegur og án fordæmis. Við hljótum að geta verið sammála um það.
Ég skil ekki síðustu málsgreinina þína og mér er alveg sama þótt þú umorðir hana ekki, get ekki ímyndað mér að það komi neitt gáfulegt úr því.
Valur Arnarson, 16.1.2017 kl. 11:30
Þorsteinn,
Væri möguleiki að ætlast til þess af þér að þú héldir þig við eitt málefni í einu ?
Og hvernig stendur á því að um leið og eitthvað tengt gyðingum ber á góma einhverstaðar hérna á blogginu að þá þarft þú að koma með 10 áróðurslinka og myndbönd og myndir ?
Valur Arnarson, 16.1.2017 kl. 15:26
Þorsteinn,
Svarið við fyrstu spurningunni minni er sem sagt nei ? Þú vilt ræða við mig um morð á 66 milljón kristnum rússum sem framin voru af Bolsvékingum í Rússlandi.
...og vegna þess að ég er ekki tilbúin að skipta algjörlega um umræðuefni, þá er þetta erfitt fyrir mig, þetta fer greinilega illa í mig, ég tengi þetta allt við áróður, ég er lítið gefin fyrir málfrelsi, ég er meira gefin fyrir að stjórna umræðum sem henta ekki mínum málstað.
Þetta snýst auðvitað allt um mig en ekki þig.
Það er ekkert skrítið þó maður sé að gefast upp á því að ræða við þig.
Valur Arnarson, 16.1.2017 kl. 17:27
Þorsteinn,
Ég var að renna í gegnum linkana - sem eru auðvitað anti-gyðinga áróður - og var að átta mig á því að þú vilt gera gyðinga ábyrga fyrir byltingu Bolsvékinga í Rússlandi árið 1917 og þar með upphafi Sovétríkjanna og kommúnismans.
Í fyrsta lagi er þessi tala 66 milljónir algjörlega úr lausu lofti gripinn. Það voru ekki einu sinni svona margir sem létust í byltingunni.
Í öðru lagi voru gyðingar allt annað en kommúnistar, t.d. þá var kennsla í Hebresku bönnuð í Sovétríkjunum á árunum 1918 - 1919.
Þú ætlar kannski að halda því fram að Stalín hafi verið gyðingur ? Þetta er að verða hrikalega steikt.
Valur Arnarson, 16.1.2017 kl. 18:44
Þorsteinn,
Aleksandr Solzhenitsyn hélt því ekki fram að gyðingar bæru ábyrgð á Bolsévikum. Það er talið að á milli 50 – 100 milljónir hafi látist í þeim ofsóknum sem áttu sér stað gegn trúarbrögðum í Sovétríkjunum. Gyðingar voru ekki undanskildir frá þeim ofsóknum, þótt auðvitað stærsti hluti fallinna hafi verið kristnir. En þú áttar þig á því að þetta eru ofsóknir og útrýmingar yfir langt tímabil – ekki bara byltingin 1917 eins og hefði mátt skilja þinn málflutning. Þú þarft að vera nákvæmari í söguskýringum til að rugla ekki umræðuna.
Ashkenazi gyðingar eru 75% af öllum gyðingum í heiminum. Þeir eiga uppruna sinn að rekja til landsins helga og víðar í Rómaveldi. Albert Einstein var Ashkenazi gyðingur svo eitthvað sé nefnt. Ashkenazi gyðingar eru áberandi í Rússlandi, en að halda því fram að þeir beri ábyrgð á Bolsévikum þarfnast sögulegrar skýringar og rökstuðning. Hvorugt hefur komið frá þér.
Sem dæmi, máli mínu til stuðnings, þá voru um 150.000 gyðingar drepnir í Sovétríkjunum á árunum 1918 – 1919, árin sem kennsla í Hebresku var bönnuð. Þú hefur ekki ennþá útskýrt fyrir mér hvernig þetta gengur saman, þ.e. ef gyðingar bera ábyrgð á Bolsévikum – hvernig standi á því að Hebreska hafi verið bönnuð eftir að þeir komust til valda. Hérna vantar nánari rökstuðning og betri söguskýringu hjá þér.
….og Þorsteinn, áróðurslinkarnir verða ekkert gáfulegri þótt þú stækkir letrið og gerir það blátt. Þetta eru óáreiðanlegar heimildir, margt þarna er í andstöðu við viðurkennda sagnfræði og því ekki trúverðugt. Ef ég er í áróðurssveit Zionista, þá stend ég mig einstaklega illa, þar sem allur minn texti er með smáu letri og skrifaður án upphrópanna. Þú gerir þér líka grein fyrir því að Hitler notaði þessa sömu taktík og þú ert að nota hér, þ.e. að kenna gyðingum um þær hamfarir sem Bolsévikar ullu. Ég er samt ekki að segja að þú sért eins og Hitler.
Valur Arnarson, 17.1.2017 kl. 14:09
Eitthvað hefur þessi athugasemd farið í rugl. Geri tilraun til að leiðrétta:
Þorsteinn,
Aleksandr Solzhenitsyn hélt því ekki fram að gyðingar bæru ábyrgð á Bolsévikum. Það er talið að á milli 50 - 100 milljónir hafi látist í þeim ofsóknum sem áttu sér stað gegn trúarbrögðum í Sovétríkjunum. Gyðingar voru ekki undanskildir frá þeim ofsóknum, þótt auðvitað stærsti hluti fallinna hafi verið kristnir. En þú áttar þig á því að þetta eru ofsóknir og útrýmingar yfir langt tímabil, ekki bara byltingin 1917 eins og hefði mátt skilja þinn málflutning. Þú þarft að vera nákvæmari í söguskýringum til að rugla ekki umræðuna.
Ashkenazi gyðingar eru 75% af öllum gyðingum í heiminum. Þeir eiga uppruna sinn að rekja til landsins helga og víðar í Rómaveldi. Albert Einstein var Ashkenazi gyðingur svo eitthvað sé nefnt. Ashkenazi gyðingar eru áberandi í Rússlandi, en að halda því fram að þeir beri ábyrgð á Bolsévikum þarfnast sögulegra skýringa og rökstuðnings. Hvorugt hefur komið frá þér.
Sem dæmi, máli mínu til stuðnings, þá voru um 150.000 gyðingar drepnir í Sovétríkjunum á árunum 1918 - 1919, árin sem kennsla í Hebresku var bönnuð. Þú hefur ekki ennþá útskýrt fyrir mér hvernig þetta gengur saman, þ.e. ef gyðingar bera ábyrgð á Bolsévikum, hvernig standi á því að Hebreska hafi verið bönnuð eftir að þeir komust til valda. Hérna vantar nánari rökstuðning og betri söguskýringu hjá þér.
...og Þorsteinn, áróðurslinkarnir verða ekkert gáfulegri þótt þú stækkir letrið og gerir það blátt. Þetta eru óáreiðanlegar heimildir, margt þarna er í andstöðu við viðurkennda sagnfræði og því ekki trúverðugt. Ef ég er í áróðurssveit Zionista, þá stend ég mig einstaklega illa, þar sem allur minn texti er með smáu letri og skrifaður án upphrópanna. Þú gerir þér líka grein fyrir því að Hitler notaði þessa sömu taktík og þú ert að nota hér, þ.e. að kenna gyðingum um þær hamfarir sem Bolsévikar ullu. Ég er samt ekki að segja að þú sért eins og Hitler.
Valur Arnarson, 17.1.2017 kl. 14:19
Þorsteinn,
Hvernig veistu að ég sé ekki að notast við áreiðanlegar heimildir þegar ég nefni enga heimild ?
Það ert þú sem heldur því fram að gyðingar beri ábyrgð á Bolsévíkum og því þitt að færa rök fyrir því að svo sé, með heimildum og tilvísun í viðurkennda sagnfræði. Það hefur þú ekki gert.
Það eina sem ég sagði um Aleksandr Solzhenitsyn er að hann hefði aldrei haldið því fram að gyðingar bæru ábyrgð á Bolsévíkum, þú hefur ekki hrakið það með einni einustu tilvitnun í Aleksandr.
Þú gerir þér grein fyrir því að það er ekki tæk söguskýring að nefna einhverja, sem eru af gyðinglegum uppruna – og hafa að öllum líkindum gengið af trúnni, og segja að gyðingar sem þjóðarbrot beri ábyrgð á öllu því sem þessir einstaklingar bera ábyrgð á. Það er jafn forheimskandi og að segja að múslimar beri ábyrgð á öllum hryðjuverkum sem eru framin af ISIS.
Leon Trotsky var t.d. „anti-Judaic Jew“. Aleksandr Kerensky, var gyðingur og varð síðar einn af helstu gagnrýnendum Bolsévíka. Svo fátt eitt sé nefnt.
Þú virðist viðurkenna að stjórnendur Bolsévíka hafi bannað fólki að tala Hebresku, en setur það ekki í samhengi við hvað Hebreska er verðmæt og mikilvæg í augum trúaðra gyðinga. Athugaðu Þorsteinn, kennsla í Hebresku var bönnuð í Sovétríkjunum á árunum 1918 – 1919.
Þú vilt ekki kannast við þessa 150.000 gyðinga sem voru drepnir í Sovétríkjunum á árunum 1918 – 1922 (leiðrétt). Allt í góðu, ég hélt þessu fram og þá er það mitt að færa rök fyrir máli mínu. Hér er heimildin:
Pogroms in the Ukraine (1919–1921) Online Encyclopedia of Mass Violence, April 3, 2008, retrieved September 9, 2015.
Hugmyndafræði kommúnismans gegn trúarbrögðum, einskorðaðist ekki við kristna trú. Menn þurfa líka að seilast langt ætli þeir að skella skuldinni á gyðinga, er það vegna þess að Karl Marx var hálfur gyðingur ? Karl Marx fyrirleit gyðingdóminn eins og öll önnur trúarbrögð. Trúleysi var samkvæmt honum hin náttúrulega leið mannsins og trúarbrögð aðeins opíum sem maðurinn ætti að losa sig við.
Þetta vil ég segja um Synagóurnar og trúariðkun gyðinga í Sovétríkjunum: Það var hrundið af stað tilraun sem leyfði átrúnað gyðinga í landinu. Henni lauk árið 1930 þegar Stalín fyrirskipaði handtöku og aftöku leiðtoga gyðinga og skóla sem hafði verið haldið úti af þeim, var lokað. Frekari ofsóknir fylgdu í kjölfarið. Gyðingar fóru ekki varhluta af trúarbragðaofsóknum Sovétmanna.
Valur Arnarson, 17.1.2017 kl. 19:13
Rannsóknir Dr Eran Elhaik, eru dregnar í efa af flestum fræðimönnum, gagnrýnendur hafa sagt engar heimildir vera sem gefi ástæðu til að ætla slíka tengingu. En það getur vel verið að einhver hluti Ashkenazi gyðinga séu komnir af Kasörum, við getum ekkert útilokað það.
Valur Arnarson, 17.1.2017 kl. 23:51
Þorsteinn,
Það kemur afskaplega lítið nýtt fram hjá þér hér. Aðeins þessi upptalning á yfirvaldaliði Bolsévika, sem ýmist voru af gyðinglegum uppruna (eins og Karl Marx og Albert Einstein) eða áttu konur sem voru af gyðinglegum uppruna. En eins og ég hef marg sagt áður, og þú hefur ekki svarað almennilega, að þá er afskaplega skrítið – ef þetta fólk voru sannir trúaðir gyðingar – að fyrsta verk þess hafi verið að banna kennslu í Hebresku. En kennsla í Hebresku var bönnuð í Sovétríkjunum árin 1918 – 1919. Þú hefur ekki komið með neina sagnfræðilega túlkun á þessu.
Þú hefur lagt á þig mikla vinnu í þetta sé ég, en þú hefur ekki lesið almennilega það sem frá mér hefur komið, það er augljóst á skrifum þínum. Það er afskaplega leiðingjarnt að standa í þannig þrasi – tíma manns er betur varið í eitthvað annað. Þú biður mig t.d. ítrekað um heimildir, þegar það ert þú sem kemur fram með fullyrðingar og þá er það þitt að sanna mál þitt. Ég hef aðeins bent þér á hvernig þessi hugmyndaheimur kemur illa saman við raunveruleikann. Það misræmi hefur þú ekki tekist á við.
Þegar kemur að erfðarannsóknum, að þá er það þannig, að aldrei er hægt að sanna að margra milljóna þjóð sé aðeins frá einum stað en alls ekki frá öðrum. Ef það ætti að vera gert, þá þyrfti svo víðtæka rannsókn að annað eins hefði ekki sést á byggðu bóli, þú athugar að Ashkenazi gyðingar eru mjög dreifðir um heiminn. Uppgötvunin yrði líka svo merkileg að allt vísindasamfélagið stæði á öndinni. Ég hef ekki útilokað neitt þegar kemur að uppruna Ashkenazi gyðinga, enda er það ekki í mínu valdi. Trúnaður þinn á þessar rannsóknir og hollusta, er hins vegar sérkennileg, og afstaða þín til gagnrýnenda furðuleg – þú segir þá alla vera „Zionista“. Allir þeir sem mótmæla söguskýringum þínum eru annaðhvort „Zionistar“ eða stuðningsmenn „Zionista“. Svona afstaða er forheimskandi.
Það neitar því engin að framferði Bolsévika hafi verið grimmilegt, síst ég. Hitler fann réttlætingu áróðri sínum gegn gyðingum í því framferði. Þeir sem benda svo á þessa tengingu – í hvert sinn sem helförin gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni ber á góma – verða á endanum brenndir sama marki, þ.e. að vilja gera lítið úr þjáningum gyðinga í seinni heimstyrjöldinni vegna þess sem gerðist í Sovétríkjunum þar á undan. Þetta er einstaklega ógeðfelld framsetning.
Annað sem mig langaði til að koma inn á og það eru áhyggjur þínar yfir því að eitthvað fólk sé að fylgjast með þessum umræðum okkar. Það nennir auðvitað engin að lesa þetta, þú hlýtur að sjá það – þú nennir ekki einu sinni að lesa það sem ég skrifa, hvað þá einhverjir aðrir sem eru ekki einu sinni þátttakendur í umræðunni. Ef einhver nennir að renna í gegnum þetta spjall og ef viðkomandi býr yfir einhverri skynsemi, þá getur sá og hinn sami leitað að þeim staðhæfingum sem annars vegar ég set fram og hins vegar sem þú setur fram – og metið það fyrir sjálfan sig hvort er trúverðugra. Það geta allir séð hvor okkar er hér í „áróðursgírnum“.
Þetta er það síðasta sem ég skrifa hér. Þakka þér fyrir spjallið og vona að þú látir af þessum hugarjórtrum.
Valur Arnarson, 18.1.2017 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.