Stjórnarráðið er ekki lénsveldi

Grunnt er á þeirri hugsun að ráðherrar séu lénsherrar í umboði kjördæma sinna. Svo er ekki. Stjórnarráðið starfar í þágu þjóðarinnar en ekki einstakra kjördæma.

Metnaður þingmanna til ráðherradóms á að standa til þess að þjóna almannahag en ekki sérgreindum hagsmunum.

Páll Magnússon er tvisvar búinn að afneita formanni sínum vegna ráðherraskipunar. Metnaðurinn er orðinn að frekju. Ef Páll getur ekki hamið sig í þriðja sinn er hann kominn fram af brúninni.


mbl.is Páll segir Bjarna hafa gert mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Páll þarf að huga að öðru en eigin frama.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.1.2017 kl. 15:20

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Páll verður gestur RÚV á meðan hægt er að kreista úr honum óánægju. Stöð 2 ætlar ekki að vera eftirbátur; Heimir Már er nú að leiða saman borgarstjórann og Síamstvíburana til að kreista út loforð sem tryggja Degi framhaldslíf - svona 2500-3000 íbúðir eða svo.

Ragnhildur Kolka, 14.1.2017 kl. 16:15

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ríkisstjórnin lifir ekki hálfa sauðarlús lengur ef einhverjir eru svo stíflaðir af frekju að þeir tolla ekki í liðinu. Henni mistekst ef menn ætla sér það. Hún getur aðeins lifað ef menn ætla sér það.

Getur Páll hamið sig? 

Vilji er allt sem þarf. En stundum er viljinn það eins sem vantar.

Halldór Jónsson, 14.1.2017 kl. 18:08

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sammála þér Páll. Nafni þinn ætti að láta staðar numið og haga sér.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.1.2017 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband