Þriðjudagur, 10. janúar 2017
Samfylking: kerfisbyltingin 2009 og tapið 2016
Samfylkingin boðaði árið 2009 kerfisbyltingu á Íslandi. Ný stjórnarskrá, nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, nýtt landbúnaðarkerfi og Ísland í ESB.
Flokkurinn fékk tæplega 30 prósent fylgi 2009 og myndaði ríkisstjórn með Vinstri grænum. Þjóðin hafnaði kerfisbyltingunni og fylgi Samfylkingar fór niður í 12,9 prósent fjórum árum síðar.
Samfylkingin lærði ekkert og skilur fátt. Sama kerfisbyltingin var aftur á dagskrá í haust. Fylgi Samfylkingar hrundi niður í 5,7 prósent. Samfylkingin er núna flokkur með Reykjavík 101-stefnu en á aðeins þrjá þingmenn, alla af landsbyggðinni. Hversu lengi getur vont versnað?
Stjórn um óbreytt ástand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll..viltu ekki reyna að losna við Samfófóbíuna og tala um það sem skiptir máli, nýja veika ríkisstjórn.
Jón Ingi Cæsarsson, 10.1.2017 kl. 16:48
Þetta er alltof mikil krafa. Hann hefur nóg með baráttuna gegn mestu ógnum, sem hann sér steðja að, RÚV, Samfylkingunni, ESB og Múslimum, ég tala nú ekki um síðustu sex daga þar sem baráttuna gegn RÚV hefur orðið að heyja daglega.
Ómar Ragnarsson, 10.1.2017 kl. 17:06
Páll, þú stendur þig vel í að fletta ofan af spillingunni. Þetta er algjörlega hárrét greining hjá þér eins og oft áður. Samfylkingin var í hæstu hæðum eftir að hafa verið í ríkisstjón með Sjálfstæðisflokknum en dalaði svo eftir að hafa lent í innri hugmyndafræðilegri kreppu.
Nú vill Samfylkingin hins vegar kenna Sjálfstæðisflokknum um allt eftir að hafa séð sjálf um að klúðra öllu. Það er reyndar alveg magnað !
Valur Arnarson, 10.1.2017 kl. 17:37
Auðvitað er það magnað að vera í uppgangi í fylgi eftir að hafa lent í mesta efnahagshruni sögunnar í ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn bar höfuðábyrgð á, en lenda síðan í fylgistapi við það að vera í stjórn við að hreinsa brunarústirnar með flokki sem kom ekki nálægt Græðgisbólunni og Hruninu.
Ómar Ragnarsson, 10.1.2017 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.