Súr vínber Vinstri grænna

Vinstri grænir áttu þess kost að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. En þingflokkur Vg var sjálfum sér sundurþykkur og bjó ekki að siðferðisþreki til landsstjórnar.

Í stað þess að horfast í augu við eigin mistök freista Vinstri grænir þess að vekja reiðibylgju vegna skýrslu um aflandseignir Íslendinga. Ekkert í skýrslunni er nefnt sem rök fyrir reiðibylgjunni - aðeins tímasetning á útgáfu hennar.

Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna er gefin fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar. Ásakanir um brot fjármálaráðherra á siðareglum ber að skoða í því ljósi að þrúgurnar í stjórnarráðinu eru súrar, éti maður ekki af þeim sjálfur.


mbl.is Telur Bjarna hafa brotið siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég renndi yfir þessa skýrslu og á afar erfitt með að sjá að almenningur hafi farið á mis við mikið varðandi birtingu hennar. Þvert á móti megum við þakka fyrir, því seinkun birtingar hennar tryggði okkur frið yfir jólahátíðina.

Skýrslan tekur á þeim leiðum sem opnar voru til fjárfestinga erlendis og skýrsluhöfundar gera ýtarlega grein fyrir þeirri aðferðafræði sem notuð var við gerð hennar. En hún inniheldur engin smáatriði og jafnvel niðurstaðan er ekkert annað en gróf (afar gróf) nálgun. 

Það er því sannarlega tilefni til "þjóðarsorgar" hjá RÚV að hafa ekkert annað en tímasetninguna til að grenja yfir.

Ragnhildur Kolka, 9.1.2017 kl. 16:56

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Var ekki Álfheiður nokkur í VG með fyrirtæki skráð þarna úti.

Ómar Gíslason, 9.1.2017 kl. 18:21

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ó,já enda skyldist mér að þessi skýrsla væri bráðabirgða,eftir eigi að birta þá endanlegu. Rétt heyrði Birgittu í viðtali hjá Rúv;það var eins og hún hefði gleymt rullunni sinni og ekki vitað hvort ætti að byrsta sig.--  

Helga Kristjánsdóttir, 9.1.2017 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband