Mánudagur, 9. janúar 2017
Þriðji í þjóðarsorg RÚV - Birgitta tapaði reiðibylgjunni
Þriðji dagur í þjóðarsorg RÚV vegna glataðs tækifæris til reiðibylgju byrjaði með því að gamall RÚV-ari, Óðinn Jónsson, kallaði til vitni sem ásakaði fjármálaráðherra um ósannsögli. Í beinu framhaldi kom önnur frétt sem heggur í sama knérunn.
Birgitta Jónsdóttir pírati segist sitja uppi með stórtap vegna glataðrar reiðibylgju RÚV í samfélaginu. Í samráði við RÚV bjuggu Píratar til ríkisstjórn fyrir kosningar. Reiðibylgja í samfélaginu í október hefði skilað Píratastjórn til valda.
Reiðibylgjan sem ekki varð, og umræðan um hana, er dæmi um hneykslunarstjórnmál sem ekki eru í neinum tengslum við veruleikann. Samkvæmt gildandi reglum um gjaldeyrisviðskipti getur fjögurra manna fjölskylda árlega keypt gjaldeyri fyrir 24 milljónir króna. Þessa peninga má flytja til aflandsfélaga - eða geyma undir koddanum. Allir Íslendingar geta orðið aflendingar í fjármálum.
Hefði breytt umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt! Hin tímabundnu neyðarlög og gjaldeyrishöftin eftir "að hér varð hrun" hafa verið numin úr gildi. Reyndar kváðu þessi neyðarlög ekki á um að neinn þyrfti að flytja allt sitt heim frá fyrra frelsi. Vilji menn á annað borð EES/ESB verða viðkomandi að sætta sig við að um þetta hefur verið samið þar.
Kolbrún Hilmars, 9.1.2017 kl. 13:47
"Allir Íslendingar geta orðið aflendingar í fjármálum."
Ekki þau okkar sem eiga ekkert fé til að fela aflands vegna þess að aflandsöflin eru búin að sjúga það allt til sín og úr landi.
"Hin tímabundnu neyðarlög og gjaldeyrishöftin eftir "að hér varð hrun" hafa verið numin úr gildi."
Lög nr. 125 frá 7. október 2008 er enn í fullu gildi:
125/2008: Lög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl. | Lög | Alþingi
Lög um gjaldeyrismál eru líka enn í fullu gildi. Samkvæmt þeim eru ennþá ákveðin höft á fjármagnsflutningum, en aftur á móti er búið að slaka svo mikið á þeim að almenningur finnur ekkert fyrir þeim lengur.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.1.2017 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.