ESB er aflandsfélag

Evrópusambandið er aflandsfélag sem leyfir skattaundanskot. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, var bæði forsætis- og fjármálaráðherra Lúxemborgar, sem er helsta skattaparadís ESB.

ESB-sinnar á Íslandi eru mikið til þeir sömu og telja dauðasynd að Íslendingar eigi peninga í útlöndum. Þessi hópur fólks vill bæði í senn að Íslendingar búi við átthagafjötra i fjármálum en jafnframt að Ísland gangi inn í samband sem er eitt stórt aflandsfélag.

Mótsögnin í málflutningi ESB-sinna verður til sýnis næstu daga þegar umræðan um aðild Íslands að ESB fellur saman við umræðuna um eignir Íslendinga í aflandsfélögum.


mbl.is Evrópumálin sett á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Í lúxemborg skilar þú skattskýrslu, ársreikningi og ert skráður fyrir eignum þínum. Ekki reyna þennan samanburð

Jón Bjarni, 9.1.2017 kl. 09:06

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón Bjarni, alls staðar í heiminum skila menn skattaskýrslum og í all flestum ríkjum heims er ársreikningi skilað.  Það hvort er skilað skattaskýrslum er EKKI mælikvarði á hvort land er skattaskjól eða ekki.

Jóhann Elíasson, 9.1.2017 kl. 09:13

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sérkennilegt er að sjá því haldið til haga að ESB sé stórt skattaskjól en síðan tekið undir með SDG að Tortóla sé ekki skattaskjól. 

Aðalatriði málsins er það að sumir Íslendingar búa við það hagræði að geta flutt sín fjármál yfir í erlendu myntumhverfi og svonefnd skattaskjól, en flestir Íslendingar verða að láta sér lynda að vera læstir inni í smæsta myntkerfi heims. 

Og hin nýja aðalstétt sem að hluta til græðir á því að hafa komið á lénsskipulagi í sjávarútvegi með leiguliðum hins íslenska aðals berst að sjálfsögðu með kjafti og klóm fyrir því að viðhalda þessu ástandi. 

Það er hægt að orða þetta svo að í þessum efnum búi tvær þjóðir í landinu. 

Ómar Ragnarsson, 9.1.2017 kl. 09:35

4 Smámynd: Jón Bjarni

Jóhann.. þú skilar engum ársreikningum eða skattaskýrslum á t.d. Tortóla - þar er heldur ekki haldið sérstaklega utan um fyrirtækjaskráningu - þessvegna fela auðmenn eignir sínar þar en ekki t.d. í Lúxemborg

Jón Bjarni, 9.1.2017 kl. 09:44

5 Smámynd: Snorri Arnar Þórisson

Ef ESB er skattaskjól þá hljóta Framsóknar og sjálfstæðismenn að elska ESB.

Snorri Arnar Þórisson, 9.1.2017 kl. 12:56

6 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Loks höfum við stjórn sem styður þjóðarsport íslendinga, skattsvik. Ég ætla að vera ötull við að bera út boðskapinn meðal landa minna þetta kjörtímabil, við þurfum að efla þetta sport svo mikið sem hægt er.

Jón Páll Garðarsson, 10.1.2017 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband