Betri fjölmiðlun án RÚV

RÚV er merkisberi ófaglegrar og óvandaðrar fjölmiðlunar hér á landi. Þetta gildir sérstaklega um fréttastofu RÚV sem spinnur upp lygafréttavefi, t.d. með atlögunni að hæstarétti í haust og Panama-skjölunum sl. vor.

Ríkissjóður fjármagnar RÚV og ber ábyrgð á uppgangi óvandaðrar fréttamennsku hér á landi síðustu misserin.

Fyrsta skrefið í átt að betri fjölmiðlun er að loka fréttastofu RÚV.


mbl.is Stjórnvöld treysti stöðu og framtíð fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það væri best að tal um hvern sjónvarps/útvarpsþátt fyrir sig;

=Hvað er vel gert og hvað mætti missa sín?

Hvað vantar meira af?

Jón Þórhallsson, 3.1.2017 kl. 14:53

2 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Sammála Páll, en það er eitt sem ég skil ekki.


Hvers vegna hefur engin hefur rannsakað hvernig RUV tókst með „endurtalningu“ að hrifsa titilinn sem maður ársins af Sigmundi Davíð og meira að segja koma sínum manni í annað sætið?


Hvers vegna voru einungis „skrítnar“ IP tölur sem gáfu Sigmundi Davíð stig dregnar frá og hvar kemur það fram að einungis íslenskar IP tölur væru gjaldgengar?

Richard Þorlákur Úlfarsson, 3.1.2017 kl. 15:18

3 Smámynd: Kristján Jón Sveinbjörnsson

Staðreyndin er/var sú að maður gat kosið eins oft og mann lysti í valinu á manni ársins á Rás 2, það er bara eftir öðru hjá þessari stofnun.

Kristján Jón Sveinbjörnsson, 3.1.2017 kl. 16:54

4 Smámynd: Óli Jón

Richard: Alkunna er að í Bangaladesh eru reknar risavaxnar smellfabrikkur hverra þjónustu hægt er að kaupa fyrir uppsett verð. Ætti spurning þín ekki frekar að snúast um af hverju hópur Bangladesha ákveður allt í einu að kjósa Sigmund Davíð í kosningu á Íslandi? Það er jafnvel mun meiri samsæriskeimur af því en þessari síðustu tilgátu þinni því hver hafði mestan hag af því að fá Sigmund Davíð kosinn mann ársins fyrir atbeina sísmellandi Bangladesha? Veltu því fyrir þér.

Kristján: Það er rétt að þú gast kosið eins oft og þú vildir, en á endanum var þó aðeins eitt atkvæði gilt frá hverri IP tölu sbr. tilkynningu frá Rúv:

IP-tölur þeirra sem taka þátt í kosningunni eru skráðar og þegar atkvæði verða talin að lokum verður einungis eitt atkvæði frá hverri IP-tölu talið.

Þú getur því hafa kosið þar til þig verkjaði í vísifingurinn, en á endanum gilti bara eitt atkvæði.

PS. Vonandi verðurðu betri í vísifingrinum bráðlega :)

Óli Jón, 4.1.2017 kl. 12:30

5 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Kæri Óli

Þú virðist þekkja málið vel og gætir kannski upplýst eftirfarandi:

Hversu margir kusu Sigmund Davíð, hversu margar IP tölur voru frá Bangaladesh og hvernig var dreifingin eftir löndum?

Hversu mörg atkvæði fékk Jóhannes og hvernig var dreifing atkvæða eftir löndum?

Hver hafði mestan hag af því að fá Sigmund Davíð kosinn mann ársins?

Hver hafði mestan hag af því að fá Jóhannes kosinn mann ársins?

Richard Þorlákur Úlfarsson, 4.1.2017 kl. 14:49

6 Smámynd: Óli Jón

Richard: Ég veit bara það sem fram kemur í fjölmiðlum, þú verður því að beina spurningum þínum annað. Sjálfur kaus ég björgunarsveitirnar og lét mig því Sigmund og Jóhannes litlu varða.

Hins vegar er skondið hversu lífseigar og magnaðar samsæriskenningarnar eru í kringum Sigmund Davíð og skiptir þá engu hvort um er að ræða ill öfl innan Rúv, innan Framsóknarflokksins, alþjóða fjármálakerfisins eða jafnvel heimspressunnar allrar í heild sinni. Alls staðar leynast óvinir á flet fyrir, í hverju skúmaskoti virðast fjárans fjendur læðast og maðurinn virðist vera hundeltur úr öllum áttum, þessi landsins og heimsins einasta von.

Kannski átti hann bara skilið að fá smá aðstoð frá Bangladesh?

Óli Jón, 5.1.2017 kl. 14:02

7 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Kæri Óli

Þannig að þú veist ekkert hvað er rétt eða rangt í þessu máli en samt finnst þér í lagi að skíta á Sigmund Davíð?

Hver heldur þú að hafi haft mestan hag af því að segja frá því að Sigmundur Davíð hafi fengið atkvæði frá Bangladesh?

 

Richard Þorlákur Úlfarsson, 5.1.2017 kl. 15:00

8 Smámynd: Óli Jón

Richard: Ég veit það ekki, en eitthvað segir mér að þú teljir þig vita svarið og að af því svari rjúki dásamlegur samsærisilmur því auðvitað er bara dónaskapur að greina frá því að einn 'frambjóðandi' í þessari kosningu hafi fengið umtalsverðan fjölda atkvæða frá Bangladesh.

Óli Jón, 5.1.2017 kl. 15:41

9 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Kæri Óli

Hvaðan hefur þú þá vitneskju að aðeins einn 'frambjóðandi' í þessari kosningu hafi fengið umtalsverðan fjölda atkvæða frá Bangladesh?

Getur verið að sá sem lak upplýsingunum um Sigmund Davíð hafi verið sá sami og lét smella í Bangladesh?

Richard Þorlákur Úlfarsson, 5.1.2017 kl. 17:02

10 Smámynd: Óli Jón

Richard: Í fréttaflutningi var talað um að einn þeirra sem í kjöri voru hefði fengið Bangladesh fylgið og var sá hinn sami nafngreindur, þaðan hef ég þessa vitneskju. Það er vissulega mögulegt að sá sem lak upplýsingunum hafi keypt smellina frá Bangladesh. Hversu líklegt það svo er, það er annað mál.

Óli Jón, 5.1.2017 kl. 20:04

11 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Kæri Óli

Í fréttinni kemur eftirfarandi fram:

„Heimildir fréttastofu herma að mörg hundruð atkvæði hafi borist í gegnum IP-tölur frá Bangladess, en kosningin fór fram í gegnum vef Ríkisútvarpsins. Fleiri fengu hins vegar einnig atkvæði erlendis frá, en enginn eins mörg og Sigmundur.”

Hér stendur ekkert um að Sigmundur Davíð hafi fengið atkvæði frá Bangladesh.

Einungis að það hafi borist mörg hundruð atkvæði erlendis frá og að Sigmundur Davíð hafi fengið þau flest, enda ekkert óeðlilegt við það að maðurinn í fyrsta sæti fái flest atkvæði.

Richard Þorlákur Úlfarsson, 5.1.2017 kl. 21:02

12 Smámynd: Óli Jón

Richard: Já, það er ekki ólíklegt að frambjóðendur hafi skipt með sér Bangladesh atkvæðunum í jöfnum hlutföllum. Þessi kenning þín er vönduð og góð.

Óli Jón, 6.1.2017 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband