ESB-vinur forsetans, ţrjár brennur og fjölmenningin

Í nýársávarpi forsetans er fléttuđ saman frásögn af veikum vini Bessastađabónda og frásögn Njálu af brennunni. Líkt og Skarphéđinn vill vinnurinn ekki leita bjargrćđis og glottir ţegar burđarbitarnir í Brusselhvoli hrynja.

Kári Sölmundarson, sá sem flýđi brennuna og hefndi hennar, fćr umsögn sem gćti átt viđ vinstri grćna vini forsetans sem ţökkuđu fyrir ESB-brennuleiđangurinn 16. júlí 2009 međ stjaksetningu Samfylkingar 29. október 2016.

Frá Brusselhvoli liggur leiđ forsetans til Kanada ađ fagna fjölmenningu sýrlenskra múslíma. Ný opinber könnun í Ontaríó-fylki, sem tók á móti 12 ţúsund múslímum, segir 75 prósent íbúa fylkisins óttast kvenfyrirlitningu múslíma sem stríđi gegn vestrćnum gildum. Kanadískt blađ segir múslímaandúđ í Ontaríó faraldur.

Forsetinn okkar er nýr í starfi og ţarf tíma ađ fóta sig í annarri umrćđuhefđ en ríkir á Efstaleiti, ţar sem hann var álitsgjafi í galdrabrennunni 4. apríl á liđnu ári. Forsetanum er óskađ velfarnađar á nýju ári - og lesendum öllum.


mbl.is „Fađmađu heiminn, elskađu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband