Trúfrelsi undir vernd Assad

Uppreisnarhópar, margir fjármagnaðir af Bandaríkjunum, héldu Aleppo í fimm ár. En ekki fyrr en stjórnarher Assad Sýrlandsforseta nær völdum geta kristnir íbúar borgarinnar um frjálst höfuð strokið. Samkvæmt vestrænum fjölmiðlum er Assad fjöldamorðingi og harðstjóri.

Líkt og Saddam Hussein í Írak er Assad ríkisleiðtogi í landi án lýðræðishefða. Ekkert ríki í menningarheimi múslíma í miðausturlöndum býr við lýðræði og mannréttindi á vestræna vísu. Besti vinur Bandaríkjanna í þessum heimshluta, að Ísrael frátöldu, er Sádí-Arabía sem er fjölskyldufyrirtæki Sádí-ættarinnar og rekið samkvæmt sharía-lögum. Konur eru annars flokks borgarar og refsingar í stíl við miðaldir með opinberum hýðingum og aftökum.

Bandaríkin sáu sér leik á borði, sem eina risaveldið, og gerðu innrás í Írak 2003 til að umbylta ríkinu í vestrænt lýðræðisríki hliðhollt stjórnvöldum í Washington. Ááætlunin fór út um þúfur, eftir mannfall og margvíslegar hörmungar yfirgáfu Bandaríkin Írak með skottið á milli lappanna. Eftir stóð ónýtt ríki þar sem áður ríkti stöðugleiki.

Í Sýrlandi stóð til að skipta um ríkisstjórn án innrásar. Eftir að uppreisn braust út 2011 hvatti Obama Bandaríkjaforseti Assad til að segja af sér. Uppreisnarmenn fengu fjármagn og vopn frá Bandaríkjunum og lögðu undir sig stór landssvæði. Fljótlega kom á daginn að hófsamir uppreisnarmenn voru í minnihluta en harðlínumenn úr röðum súnní-múslíma réðu ferðinni. Engu að síður bitu Bandaríkin það í sig að Assad yrði að víkja.

Rússar skárust í leikinn fyrir rúmlega ári og liðsmenn Assad sneru vörn í sókn. Richard N. Haass rekur mistök Bandaríkjanna til þess að senda ekki herlið til Sýrlands. En Bandaríkin reyndu þá herfræði í Írak og hún mistókst.

Um 500 þúsund manns eru þegar drepnir í Sýrlandsstríðinu og tíu milljónir eru á flótta. Ekki sér fyrir endann á átökum. En vonandi sér fyrir endann á misheppnaðri íhlutun Bandaríkjanna í þessum heimshluta.


mbl.is Fyrsta jólamessan í Aleppo í 5 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Öllu framkoma Obama varðandi málefni Miðausturlanda er afar sérstök og þá ekki síst atkvæðagreiðsla Bandaríkjastjórnar hjá SÞ nú á föstudaginn, þ.s. Bandaríkjastjórn féll frá hefðbundnum stuðningi við Ísrael. Þetta kallast að kasta stríðs hanskanum og er sérstaklega eftirtektarvert nú þegar forsetafrúin hefur lýst yfir að þau hjónin ætli að gera allr til að auðvelda Trump yfirfærsluna. 

Ragnhildur Kolka, 25.12.2016 kl. 00:26

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Venju samkvæmt eruð þið Páll og Þorsteinn a  réttu róli, en ég held nú samt að þakka megi tilvonandi forseta jákvæðar stefnubreytingar fulltrúa Bandarikjanna i öryggisráðinu varðandi málefni fasistana i Ísrael.

Það er nefnilega ekki alltaf allt sem sýnist. 

Almennt nýtur Donald Trump t.a.m. meiri vinsælda i Kína, heldur en bæði Obama og Hillary til samans, því Kínverjum líkar vel hreinskilni hans, fremur en tvöfeldni fyrirrennara hans, eins og t.d. gagnvart málefnum Tævan, sem þau þóttust ekki einu sinni tala við i síma, en á sama tíma og þau styrktu i raun beint og óbeint aðskilnaðarsinna til vopna kaupa og andstöðu við fastalandið.

Jónatan Karlsson, 25.12.2016 kl. 07:25

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Held ég sé nokkuð sammála þér þarna. Það er að vísu ekki alveg hægt að treysta fréttaflutningi en Assad er að því leyti jákvæður að hann gerir öllum þegnum jafnt undir höfði trúarlega séð. Sama mátti segja um Saddam Hussein. Ætli þetta snúist ekki mest um olíu- og aðra hagsmuni. Varðandi Ísrael: Það er ekkert jákvætt við landtöku ísraelsmanna. Gleymum því heldur ekki að stofnun Ísraelsríkis var verk vestrænna ríkja i óþökk allra ríkja á arabíuskaganum og fjölda fólks var stökkt á flótta frá landinu. Eins og kom fram í sjónvarpsþætti fyrir nokkru þá má rekja óvild og reiði radikal-islamista til vesturlanda og hryðjuverk nútímans til þessa stofnunar ísraelsríkis á sínum tíma og kominn tími á að ríki vesturlanda snúi við og leiðrétti eins og hægt er þetta óréttlæti. Það er beinlínis skylds þeirra og verður að gerast ef við eigum ekki að búa við hryðjuverk alla tíð.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.12.2016 kl. 08:37

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ef síðuhafi hefur áhuga á fræðilegri nálgun á viðfangsefnið þá er hér upphafið á grein eftir Joshua M. Landis, sem kennir við University of Oklahoma:

"Islamic education in Syrian schools is traditional, rigid, and Sunni. The Ministry of Education makes no attempt to inculcate notions of tolerance or respect for religious traditions other than Sunni Islam. Christianity is the one exception to this rule. Indeed, all religious groups other than Christians are seen to be enemies of Islam, who must be converted or fought against. The Syrian government teaches school children that over half of the world’s six billion inhabitants will go to hell and must be actively fought by Muslims.

"Islamic Education in Syria: Undoing Secularism" (2003)

Wilhelm Emilsson, 25.12.2016 kl. 08:54

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sennilega hefði ég átt frekar að segja" virðist gera öllum trúflokkum jafnt undir höfði#" . En samkvæmt síðasta ræðumanni virðist það nú ekki vera raunin.

Jósef Smári Ásmundsson, 25.12.2016 kl. 09:01

6 Smámynd: Elle_

Jónatan ég vildi að þetta væri satt hjá þér varðandi fasistana í Ísrael.  En því er nú verr að verðandi forseti vildi ekki það sem gerðist á föstudag í Öryggisráði SÞ og sagði það strax opinberlega.

Elle_, 25.12.2016 kl. 17:59

7 Smámynd: Elle_

Þorsteinn, RUV hefur verið and-Bandaríkin í fréttaflutningi en ekki talað fyrir Bandaríkin, koma oftast með vondu fréttirnar þaðan en ekki öfugt.

Elle_, 25.12.2016 kl. 18:17

8 Smámynd: Hörður Þormar

Til upplýsingar þeim sem ekki vita, þá tilheyrir Assad Sýrlandsforseti þeirri deild islam sem nefnist alavítar (á ensku alawites, má ekki rugla saman við alevites í Tyrklandi).

Alavítar eru minnihlutahópur og munu u.þ.b. 20%  Sýrlendinga játa þá trú. Þeir eru grein af shía og skýrir það stuðning Írana við Assad.

Flestir Sýrlendingar munu hinsvegar vera súnnítar og hafa þeir stundum þurft að sæta ofsóknum af hálfu Assad fjölskyldunnar, þótt í meirihluta séu. T.d. gerðu íbúar borgarinnar Hama uppreisn gegn gamla Assad, sem var bæld niður með miklu blóðbaði árið 1982. Talið er að milli 20 og 40 þús. manns hafi þá verið drepin. Lítið fór þó fyrir þessum atburðum í fréttum hér, enda stóðu átökin í Líbanon þá sem hæst.

Hörður Þormar, 25.12.2016 kl. 21:51

9 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir þennan pistil Páll. Það er með ólíkindum hvernig fréttaelítan á Vesturlöndum hefur fjallað um Sýrlandsmálið einhliða eins og þeim sé stjórnað af Bandaríkjunum, Saudi Arabíu og Tyrklandi, en þessi þrjú ríki hafa verið örlgavaldar´i innrásinni og borgarastríðinu í Sýrlandi. Assad er harðstjóri og einræðisherra, en það eru þeir Erdogan og konungsfjölskyldan í Saudi Arabíu líka og síður en svo betri. Af hverju eru fréttamiðlar með svona einhliða fréttir af Sýrlandsstríðinu það er mér hulin ráðgáta.

Jón Magnússon, 26.12.2016 kl. 11:53

10 Smámynd: Jón Magnússon

Í fréttum RÚV, Stöðvar 2, Fréttablaðinu o.fl. fréttamiðlum var alltaf talað um mannvonsku Sýrlandsstjórnar að vilja ekki flytja uppreisnarfólk og legáta þeirra burt úr borginni, en það gleymdist að gera grein fyrir því að kengurinn í málinu var sá að Sýrlandsstjórn krafðist þess að alavítar og kristnir íbúar þorpa í Idlib sem uppreisnarmenn sitja um fengju þá líka að fara. Uppreisnarmenn töfðu það mál í marga daga  Af hverju á síðan sigurvegarinn að leyfa jihadistum að fara til að þeir geti farið að berjast við sigurvegarann á nýjan leik á nýjum vígstöðvum.

Síðari heimstyrjöldin væri enn í gangi ef viðhorfið til styrjalda hefði þá verið það sama og Bandaríkin og vestræna fjölmiðlaelítan gerir kröfu til.

Jón Magnússon, 26.12.2016 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband