Þriðjudagur, 20. desember 2016
Bílsskúrssýning Landsspítala
Bílageymsla Landsspítala var vettvangur uppfærslu um að spítalinn sé ónýtur. Núna eru gangar og stofur sviðstjöld spítalans.
Þingmenn eru orðnir þreyttir á farandsýningum spítalans.
Þjóðin eflaust líka.
Leiksýning á Landspítala? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má öllu ofgera.
Á sama tíma og kvartað er undan fraflæðisvanda er 4. manna stofum breytt í 2. manna og hjúkrunarsjúklingar ekki sendir á nálægar sjúkrastofnanir.
Leikaraskapur hæfir ill sjúkrastofnun.
Ragnhildur Kolka, 20.12.2016 kl. 13:38
Fróðlegt að sjá hvernig kastað er blautum tuskum framan í það fólk, sem hefur hundruðum og þúsundum saman orðið vitni að ástandinu, sem hér er líkt við leikaraskap og leiksýnignar.
Ómar Ragnarsson, 20.12.2016 kl. 16:00
Þegar ekki er meira til, þá er ekki hægt að nota meira, nema það sé til annað sem gæti gagnast.
Stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var að mestu skipuð miklum vitringum og sá snjallasti gól, aftur og aftur, það varð hrun!!! Og mestu vitringarnir sáu að í hruni þá þarf ekki spítala á landsbyggðinni svo þeim var lokað svo sem vitringunum entist afl og heilsa.
En þessu asna lega fólki sem var að slasa sig og veikjast á landsbyggðinni var ekki bara hægt að henda, það sáu vitringarni svo það var bara sent með flugvélum og hverju sem til náðist til Reykjavíkur því það er allt svo stórt í Reykjavík, næstum eins og í Texas.
Hrólfur Þ Hraundal, 20.12.2016 kl. 18:00
Dæmalaust bull í manni sem hefur ekki sett sig inní málin en gólar hér eins og hann hefur vit til.
Við sem erum fastagestir á Landspítalanum vitum betur.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 21.12.2016 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.