Sigmundur Davíð réttir RÚV sáttarhönd: óháð rannsókn

Sigmundur Davíð tekur vel í tillögu Björns Bjarnasonar um óháða rannsókn á fréttaflutningi RÚV um Framsóknarflokkinn. Á Eyjunni segir Sigmundur Davíð að ríkisrekin fréttastofa eins og RÚV búi ekki við neitt aðhald þar sem efnistök og framsetning frétta eru metin m.t.t. hlutlægni og fagmennsku.

RÚV getur ekki skákað í því skjóli að vera eins og hver annar fjölmiðill. Einkarekinn fjölmiðill getur haft sína hentisemi í áherslum og pólitík en ekki ríkisrekinn:

Áhugamenn um ákveðna stjórnmálastefnu geta stofnað fjölmiðil til að reka sína stefnu en það er ekki hægt að ríkisvaldið neyði fólk til að greiða til stofnunar án þess að tryggt sé að hún fari að lögum og gæti hlutlægni. Með því er um leið verið að veikja rekstrargrundvöll annarra fjölmiðla þannig að sérstaðan er mikil.

Það er mikilvægt að almenningur hafi aðgang að áreiðanlegum fréttum um gang mála í samfélaginu en það getur ekki verið hlutverk ríkisfjölmiðils búa til fréttir og atburðaráðs og nota stoðu sína til að ná fram ákveðnum markmiðum fyrir sjálfa sig eða utanaðkomandi samstarfsmenn.

Forysta Framsóknarflokksins hefur mátt sitja undir uppnefnum starfsmanna RÚV og fáránlegum fréttaflutningi sem er hannaður til þess eins að sá fræjum tortryggni. Núna síðast efndi RÚV til óvinafagnaðar vegna 100 ára afmælis flokksins.

Óháð rannsókn á vinnubrögðum RÚV í málefnum Framsóknarflokksins er löngu tímabær.


mbl.is Bað ekki um efni viðtalsins fyrirfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek algerlega undir það með þér, Páll. Fáum óháða rannsókn á þessu háttalagi fréttastofu Rúv.

Jón Valur Jensson, 20.12.2016 kl. 08:15

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

RÚV réttir kannski fram „sáttarhönd" á móti og stingur upp á því að óháð rannsókn verði gerð á SDG.

Wilhelm Emilsson, 20.12.2016 kl. 08:56

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bannað að vera hótfyndinn, Wilhelm! :D

Jón Valur Jensson, 20.12.2016 kl. 09:05

4 Smámynd: Hrossabrestur

Því bæri að fagna að hlutleysi RUV í allri dagskrárgerð yrði rannsökuð af hlutlausum aðilum, því miður hverjir eru hlutlausir á Íslandi? best væri að hætta rekstri ríkisrekinna fjömliðla og leyfa okkur neytendum að velja fyrir hvaða fjölmiðla viljum við borga.  

Hrossabrestur, 20.12.2016 kl. 09:36

5 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Er við RUV að sakast hvað SDG er klaufalegur til orðs og æðis? Hver var það annars sem gaf tóninn í upphafi títtnefnds viðtals? Menn sem eru fyrirferðarmiklir í pólitík (og sækjast eftir því) verða að kunna þá list að svara einföldum spurningum er snúa að þeirra störfum í þágu almennings. Eðlileg krafa og RUV er "útvarp allra landsmanna".

Jón Kristján Þorvarðarson, 20.12.2016 kl. 12:44

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvenær geta spurningar frá ríkisreknum miðli verið einfaldar,þegar ruðst er inn í pr+ivat fögnuð óboðinn? Þú myndir ekki samþykkja það..... Og allra síst þegar allir sjá og heyra óvildina sem ber kurteysina ofurliði.

Helga Kristjánsdóttir, 20.12.2016 kl. 15:10

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þú veist hvernig þetta er, Jón Valur! Menntaelítan alltaf með vesen :-)

Wilhelm Emilsson, 20.12.2016 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband