Mánudagur, 19. desember 2016
Dauði karlmennskunnar og kvennastríð
Fyrri heimsstyrjöld var að hluta viðbragð við kreppu karlmennskunnar. Langvarandi friður, fyrsta bylgja kvenvæðingar samfélagins og glataðar hugsjónir riddaramennsku vöktu löngun evrópska karla að stríða sumarið 1914. Röng beygja bílstjóra Frans Ferdínand og Soffíu í Sarajevo þótti hentug tylliástæða.
Karlarnir ætluðu að vísu að vera komnir heim fyrir jól til mömmu eða eiginkonu en stríð vilja dragast á langinn.
Þegar konur eru orðnar fangelsislimir vegna hermennsku, eins og þessi danska, á meðan karlar sitja heima í friði, er hægt að tala um dauða karlmennskunnar.
Dálkahöfundur Die Welt veltir fyrir sér hvort við lifum forstríðsdaga þessi misserin. Höfundurinn lýsir upplausn gilda kaldastríðsáranna, þegar vestræni heimurinn naut friðar í skjóli kjarnorkuógnar. Óglöggur munur sé á hryðjuverkum og ,,viðurkenndum" stríðum og aðstæður allar óskýrar án viðmiðana.
Sterkara kynið býr yfir meiri félagslegum hæfilegum en það veikara, sem er frekar einfalt og ratar illa í völundarhúsi tilverunnar með fleiri viðkomustaði en fyrir át, áfengi og kynlíf. Að sama skapi er sterkara kynið ekkert endilega marksækið. Skilgreining á endastöð er óljós, eins og allir vita sem orðið hafa vitni að konu í verslunarmiðstöð.
Kvennastríðið yfirvofandi getur ekki orðið annað en ólíkt karlahernaði. Fyrir karlinn verður lífið með orðum Hobbes: einmannalegt, fátæklegt, illkvittið, ofbeldisfullt - og stutt. Enda karlinn tilgangslaus án karlmennsku.
Dönsk stjórnvöld sökuð um hræsni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll, þetta kalla ég að keyra á fullu gasi inn í vespuhreiðriðð.
Ragnhildur Kolka, 19.12.2016 kl. 17:37
Ha, ha, ha. Með skemmtilegri tilfallandi athugasemdum síðuhafa! Og góð athugasemd, Ragnhildur :)
Wilhelm Emilsson, 19.12.2016 kl. 18:02
Margir sagnfræðingar telja reyndar að ótti Þjóðverja við öra fjölgun rússnesku þjóðarinnar og vaxandi framleiðslumáttur Rússlands yki sífellt á hættuna á óhjákvæmilegu uppgjöri við Rússa, og því fyrr sem slíkt stríð yrði háð, því betra fyrir Þjóðverja.
Ómar Ragnarsson, 19.12.2016 kl. 18:28
Dönsk stjórnvöld ganga hér erinda bandarískra yfirvalda sem á sínum tíma skópu ISIS (Hillary á heiðurinn að því eins og gögn frá Wikileaks sýndu fram á) og þola ekki þá sem berjast gegn þessum terroristum, sem fá stuðning frá Bandaríkjunum, ESB og Tyrklandi. Þeir einu sem berjast gegn hryðjuverkamönnum í Sýrlandi er ríkisstjórn Assads, Rússar og Kúrdar, ekki sízt kúrdískar konur. Þess vegna vilja vesturveldin enga íhlutun. Engin furða þótt vinsældir Putins aukist dag frá degi meðal almennings á Vesturlöndum eftir því sem vestrænir leiðtogar í æ auknum mæli sýna fláræði sitt.
- Pétur D.
Aztec, 19.12.2016 kl. 19:30
Í dag var sendiherra Rússlands í Tyrklandi myrtur af löggu. Sennilega eftir skipun frá islamistanum Erdogan.
Aztec, 19.12.2016 kl. 19:33
Á vaktaskiptunum í dimmunni nægir að opna "Tilfallandi" og þar með hugfanginn! Wilhelm hætt að þéra þig,við erum dús.
Helga Kristjánsdóttir, 20.12.2016 kl. 04:34
Já, við erum dús, Helga :)
Wilhelm Emilsson, 20.12.2016 kl. 07:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.