Mánudagur, 19. desember 2016
Samfylking - þögnin um turninn sem varð hola
Samfylkingin var stofnuð um aldamótin til að verða ,,hinn turninn" í stjórnmálum - valkostur við Sjálfstæðisflokkinn. Kosningasigurinn 2009, þegar flokkurinn fékk 30 prósent fylgi, gaf flokknum færi á að leiða ríkisstjórn vinstrimanna.
Þingkosningarnar 2013 skiluðu flokknum 12,9 prósent fylgi og við kosningarnar í haust var flokkurinn við það að þurrkast út af alþingi, fékk 5,7 prósent atkvæðanna.
Lítil umæða er um hrun Samfylkingarinnar og engin meðal flokksmanna. Ekkert uppgjör, engin sjónarmið um hvað fór úrskeiðis og hvers vegna. Það þykir bara sjálfsagt að í tvennum kosningum verði turn að holu.
Fylgishrun hjá Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lýðræðið felur í sér samkeppni um fylgi. Þegar traust kjósenda minnkar á stjórnmálum, stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum, eiga ný framboð og ný andlit góða möguleika á fylgisaukningu.
Það er tímanna tákn að meirihluti þingmanna skuli vera algerir nýliðar á þingi.
Slík fylgisaukning verður á kostnað flokkanna, sem fyrir eru. Í upphafi ferils Þjóðvaka fór fylgi Alþýðuflokksins á tímabili niður í "pilsner"-tölu og rétt slefaði í 10% í kosningunum.
Alþýðuflokkurinn breytti ekki stefnu sinni heldur ásýnd flokksins með frumlegri og hressilegri kosningabaráttu og litríkum málflutningi.
Sú var tíð að Sjallar höfðu 37-42% fylgi, Framsókn 18-28%, og A-flokkarnir í kringum rúm 30% samanlagt.
Núna hafa þessir flokkar samanlagt aðeins helminginn af þessu fyrra fylgi fjórflokksins, hlutur Samfylkingarinnar er lang lakastur en Framsókn kemur næst á eftir í fylgisminnkun fjórflokksins.
Ómar Ragnarsson, 19.12.2016 kl. 09:48
... segir einn í holunni.
Jón Valur Jensson, 19.12.2016 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.