Fjölmiðlar stunda umræðu, ekki fréttaflutning

Viljandi eða óviljandi misskilur rektor Listaháskólans störf fjölmiðla þegar hann segir: 

Fríða Björk seg­ir að í til­viki Lista­há­skól­ans er það fyrst og fremst ár­vekni fjöl­miðla sem verður til þess að  mál­efni skól­ans rata í um­fjöll­un þeirra.

Fjölmiðlar eru ekki árvökulir gæslumenn almannahagsmuna. Fjölmiðlar eru bæði undirmannaðir og á tíðum ófaglegir. Þeir taka þátt í þjóðfélagsumræðu þar sem fréttaflutningur er aukaatriði.

Til að ,,aðstoða" fjölmiðla í umræðunni kaupa ríkisstofnanir í vaxandi mæli þjónustu almannatengla til að fóðra fjölmiðlaumræðuna með hálfsannleik eða beinum lygum. Þar gildir að fá sem mesta dramatík, samanber falsfréttina frá Landsspítalanum þar sem sjúkrarúm voru sett í bílskúr til að hafa áhrif á almenningsálitið.

Fríða Björk segir ,,það ein­mitt hlut­verk fjöl­miðla að upp­lýsa al­menn­ing um ástand innviða sam­fé­lags­ins." Fjölmiðlar eru ekki í færum að meta ,,ástand innviða". Fagmennska fjölmiðla ætti að liggja í að flytja raunsannar og hlutlægar fréttir.  Þeir geta, þegar best lætur, flutt fréttir af faglegu mati sérfróðra á ástandi innviða samfélagsins - ef þeir væru ekki svona uppteknir af þátttöku í pólitískri umræðu þar sem hlutlægni er látin lönd og leið. 


mbl.is Gagnrýni ráðherra byggir á misskilningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það vill nú svo til að ég þurfti á þjónustu að halda á bráðamóttökunni á því tímabili sem umræður um ástandið þar voru sem mestar í fyrravetur og blöskraði álagið sem þar var, starfsfólkið á þönum í spreng og margra klukkustunda biðraðir. 

Ég þurfti síðan að koma í eftirskoðanir og sjúkraþjálfun í samtals um 20 skipti og sá að þetta var viðvarandi ástand, en ekki "leikþáttur, sem búinn var til" eins og einn maður sagði í umræðuþætti í Sjónvarpinu og heldur ekki vegna þess að hálkuslys hefðu skekkt myndina. 

Ómar Ragnarsson, 16.12.2016 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband