Fimmtudagur, 15. desember 2016
Leiðtogar og lögmál stjórnmála
Formennska í stjórnmálaflokki er embætti. Formaður er ekki sjálfkrafa leiðtogi, meira þarf til. Leiðtogi verður enginn án hæfileika til að setja saman orðræðu sem er stærri en flokkurinn. Þetta á ekki síst við nú á dögum smáflokka.
Leiðtogi í stjórnmálum er áhrifavaldur langt út fyrir flokkinn sinn. Margir sækjast eftir slíkri stöðu en fáir eru útvaldir.
Eitt lögmál stjórnmálanna er að meira framboð er af flokkum en leiðtogum. Afleidd sannindi af lögmálinu eru þau að leiðtogar fá ávallt flokk á bakvið sig en ekki fá allir flokkar leiðtoga.
Dómadagsvitleysa að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið rétt Páll. Hér á landi er skortur á leiðtogum en of framboð á stjórnmálaflokkum. Það sama má segja um Evrópu, Norður Ameríku og þótt víðar væri leitað.
Ég hallast helst að því að Pútín sé leiðtogi. Ekki er ég þar með að segja að hann sé góður leiðtogi, en mér sýnist hann vera meiri leiðtogi en Obama t.d. sem mér hefur fundist afleitur leiðtogi.
Á Íslandi er skortur á leiðtogum. Flestur þeirra sem kjörnir hafa verið til leiðtogastarfa, undanfarin misseri, hafa ekki náð að sanna sig sem leiðtoga, þeir sópa ekki að sér fylgjendum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 15.12.2016 kl. 16:21
Rétt og vel skrifað, Páll.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.12.2016 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.