Kosningar í Sýrlandi 2012 og 2014

Sýrlendingar gengu til þingkosninga 2012 og forsetakosninga tveim árum síðar. Assad forseti hafði betur í báðum tilvikum enda stjórnarandstaðan splundruð.

Washington Post birti mynd af trúar- og ættarsamfélagi Sýrlands sem lýsir hve sundrað ríkið er.

Vestræn ríki reyndu undir forystu Bandaríkjanna að skipta um stjórnkerfi í Írak eftir 2003. Það misheppnaðist, Írak er ónýtt ríki. Engar líkur er á að Sýrlandsverkefni færi á annan veg.

Eini maðurinn líklegur til að koma á friði í Sýrlandi er Assad forseti.

 


mbl.is Grípi inn í glæpi Assad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann gæti komið á friði þegar hann er búinn að drepa alla andstæðinga sína.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 14.12.2016 kl. 00:42

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dæmi eru um forseta sem tókst að halda friði í landi sínu,eins og Tító sem varð forseti júgóslavíu,eftir seinni heimsstyrjöldina,en eftir dauða hans fór allt í bál og brand.  

Helga Kristjánsdóttir, 14.12.2016 kl. 04:13

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Saddam var líka sá maður sem hefði látið Íraka búá við frið og farsæld áður en Bússararanir komu með democraziið sem þeir hafa núna. Og eiginlega sömu tegund og núna í Líbíu og Sýrlandi. Við Íslendingar bara sitjum uppi með flóttamennina undan þeim á okkar sósíal

Trump mun reynast heiminum  betur en þeir erkifeðgar.

Halldór Jónsson, 14.12.2016 kl. 07:23

4 Smámynd: halkatla

Þeir eru búnir að reyna að láta Assad líta illa út í nokkur ár, það gengur ekki enda er þetta fínn maður sem á lítið sem ekkert sameiginlegt með Saddam Hussein. Mikið vorum við íslendingar heppin að fá hingað flóttamenn sem halda með og styðja þessa morðingja sem uppreisnarmennirnir í austur-Aleppo eru. Það eru þeir sem hafa haldið almennum borgurum í gíslingu, neitað þeim um brottflutning, læknisaðstoð og svo framvegis. Ég vona að fólk fari að opna augun og kynna sér málið!

halkatla, 14.12.2016 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband