Samfylkingin eyðilagði samstöðu vinstriflokkanna

Tvær stórar ákvarðanir Samfylkingar eyðilögðu samstöðu vinstrimanna. Samfylkingin gerðist útrásarflokkur og talaði máli auðmanna á fyrsta áratug aldarinnar. Ríkisstjórnaraðild með Sjálfstæðisflokknum, hrunstjórnin 2007 til 2009, var hluti af stækri hægripólitík sem lét jafnaðarmennsku lönd og leið.

Seinni mistökin voru að knýja Vinstri græna í ríkisstjórninni 2009-2013 til að samþykkja ESB-umsókn Samfylkingar. Sögulega skiptast vinstrimenn hér á landi tvo meginhópa, alþjóðasinnaðan sem áttu heimili í Alþýðuflokknum og þjóðernissinna í Sósíalistaflokki og Alþýðubandalagi.

ESB-umsóknin var umboðslaus, Samfylkingin var eini flokkurinn með málið á dagskrá og fékk 30 prósent fylgi. Umsóknin var illa undirbúin og byggði á rökleysu um að ,,kíkja í pakkann."

Sameiginlegt þessum tveim mistökum er tækifærismennskan. Samfylkingin ætlaði fyrst að verða stór í krafti auðmannadekurs og síðan í skjóli Evrópusambandsins. Hvorttveggja misheppnaðist og Samfylkingin er núna 5,7 prósent flokkur - en þykist samt ætla að verða ráðandi afl í ríkisstjórn. Frekjan er jafn mikil og málefnin eru lítil í Samfylkingunni.


mbl.is Vel mögulegt að brúa bilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gaman væri að sjá nánari skýringu á því og nefna dæmi um það hvernig þrír þingmenn "þykist ætla að verða ráðandi afl" með "frekju" í ríkisstjórn og "eyðileggi með því samstöðu vinstri manna"?

Hvergi hefur verið nefnt eitt einasta dæmi um þetta í fréttum og frásögnum af hinum misheppuðuðu stjórnarmyndunarviðræðum. 

Ómar Ragnarsson, 13.12.2016 kl. 19:55

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei auðvitað ekki því fréttir  ljósvakamiðla er öllum stýrt af Samfylkingarmönnum.                     En í yfirlýsingu þeirra að misheppnuðum stjórnarmyndunarviðræðum loknum,harma þeir að það skyldi ekki takast,því þeir sáu möguleika á myndun umbótastjórnar í framfaramálum og hlökkuðu til að taka (þráða)-þráðinn upp að nýju. Þeir hefðu betur staðið með þjóðinni-2009,reynið bara að buga íslands tryggðar-tröllin.  tryggðartröllin        

Helga Kristjánsdóttir, 14.12.2016 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband