Þriðjudagur, 13. desember 2016
Stjórnlist í hreinu þingræði
Þingræði í sínu tærasta formi felur í sér að sitjandi ríkisstjórn leitar eftir meirihluta á alþingi fyrir hvert einasta mál annars vegar og hins vegar að meirihluti þings getur samþykkt hvaða mál sem er án aðkomu ríkisstjórnar.
Ríkisstjórnir eru myndaðar á grunni meirihluta þingsins. Nú liggur fyrir að enginn ríkisstjórnarmeirihluti er á alþingi. Engu að síður höfum við ríkisstjórn sem prýðileg sátt er um í þjóðfélaginu.
Verkefni næstu vikna er að finna breiða samstöðu um þau mál sem brýnt er að fá samþykkt en leggja til hliðar þau mál sem teljast óveruleg eða ala á sundurþykkju.
Ef vel tekst til er von um að nýr meirihluti myndist í þingstörfum. Ef illa fer er hægt að efna til nýrra þingkosninga í vor.
Finna hvar sársaukamörkin liggja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.