Sunnudagur, 11. desember 2016
Írska uppgjörið við bankamenn og það íslenska
,,...staðreyndin er að fleiri hafa framið sjálfsmorð á þeim sjö til átta árum, sem liðin eru frá fjármálakreppunni 2007-2008, en voru drepnir á óöldinni í Norður-Írlandi í þrjátíu ár," skrifar Tim Pat Coogan í 1916 á hundrað ára afmæli írsku páskauppreisnarinnar.
Coogan bætir við um írska réttarkerfið: ,,Staðreyndin er, að á aldarafmæli páskauppreisnarinnar, þjónar írska réttarkerfið ekki tilgangi sínum. Það getur ekki tekist á við hvítflipaglæpi."
Enginn írskur hrunvaldur var dæmdur fyrir fjármálaglæpi sem leiddu til írska hrunsins.
Íslenska réttarkerfið stóð sig betur. Fjármálaglæpir voru rannsakaðir og auðmenn dæmdir.
Veiktust undan álagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En því miður voru bara bankastjórar og aðrir bankamenn dæmdir fyrir stjarnfræðilega háar upphæðir sem þeir höfðu kostað bankana. Það er ekki stjarnfræðilegur möguleiki á að STJÓRNIR bankanna hafi ekki "vitað" hvað var í gangi, en auðvitað bera STJÓRNIRNAR ábyrgð á athöfnum starfsmanna sinna. HVERNIG SKYLDI STANDA Á ÞVÍ AÐ ENGINN STJÓRNARMAÐUR BANKANNA HAFI VERIÐ DÆMDUR NEMA SIGURÐUR EINARSSON, var hann kannski ekki með nógu og góðar tengingar???
Jóhann Elíasson, 11.12.2016 kl. 14:17
Sigurður Einarsson var það sem kallað var starfandi stjórnarformaður. Það útsetti hann fyrir aukinni ábyrgð.
Ragnhildur Kolka, 11.12.2016 kl. 19:43
Ég bíð enn eftir uppgjöri.
Skaðabóta.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.12.2016 kl. 16:27
Það er enginn munur á ábyrgð starfandi stjórnarformanns og þess sem er ekki, í hlutafjárlögum er ENGINN munur gerður á þessu tvennu......
Jóhann Elíasson, 12.12.2016 kl. 18:04
Ég er hrædd um að Sigurður Einarsson deili ekki þeirri skoðun með þér Jóhann
Ragnhildur Kolka, 12.12.2016 kl. 18:42
Þó svo að þessir tjónvaldar hafi verið dæmdir til refsingar, hefur ekki eitt einasta heimili fengið eina einustu krónu í skaðabætur frá þeim.
Hvers vegna fjallar enginn um það, sem raunverulega skiptir máli?
Guðmundur Ásgeirsson, 12.12.2016 kl. 19:17
Giðmundur, það fær enginn skaðabætur sem ekki sækist eftir þeim. Hefur þú sýnt fram á tjón, hvað orsakaði það og hver var valdur að því? Síðasta atriðið er erfiðast að sanna.
Ragnhildur Kolka, 12.12.2016 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.