Írska uppgjörið við bankamenn og það íslenska

,,...staðreyndin er að fleiri hafa framið sjálfsmorð á þeim sjö til átta árum, sem liðin eru frá fjármálakreppunni 2007-2008, en voru drepnir á óöldinni í Norður-Írlandi í þrjátíu ár," skrifar Tim Pat Coogan í 1916 á hundrað ára afmæli írsku páskauppreisnarinnar.

Coogan bætir við um írska réttarkerfið: ,,Staðreyndin er, að á aldarafmæli páskauppreisnarinnar, þjónar írska réttarkerfið ekki tilgangi sínum. Það getur ekki tekist á við hvítflipaglæpi."

Enginn írskur hrunvaldur var dæmdur fyrir fjármálaglæpi sem leiddu til írska hrunsins.

Íslenska réttarkerfið stóð sig betur. Fjármálaglæpir voru rannsakaðir og auðmenn dæmdir.


mbl.is Veiktust undan álagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

En því miður voru bara bankastjórar og aðrir bankamenn dæmdir fyrir stjarnfræðilega háar upphæðir sem þeir höfðu kostað bankana.  Það er ekki stjarnfræðilegur möguleiki á að STJÓRNIR bankanna hafi ekki "vitað" hvað var í gangi, en auðvitað bera STJÓRNIRNAR ábyrgð á athöfnum starfsmanna sinna.  HVERNIG SKYLDI STANDA Á ÞVÍ AÐ ENGINN STJÓRNARMAÐUR BANKANNA HAFI VERIÐ DÆMDUR NEMA SIGURÐUR EINARSSON, var hann kannski ekki með nógu og góðar tengingar???

Jóhann Elíasson, 11.12.2016 kl. 14:17

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sigurður Einarsson var það sem kallað var starfandi stjórnarformaður. Það útsetti hann fyrir aukinni ábyrgð.

Ragnhildur Kolka, 11.12.2016 kl. 19:43

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég bíð enn eftir uppgjöri.

Skaðabóta.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.12.2016 kl. 16:27

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er enginn munur á ábyrgð starfandi stjórnarformanns og þess sem er ekki, í hlutafjárlögum er ENGINN munur gerður á þessu tvennu......

Jóhann Elíasson, 12.12.2016 kl. 18:04

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er hrædd um að Sigurður Einarsson deili ekki þeirri skoðun með þér Jóhann

Ragnhildur Kolka, 12.12.2016 kl. 18:42

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þó svo að þessir tjónvaldar hafi verið dæmdir til refsingar, hefur ekki eitt einasta heimili fengið eina einustu krónu í skaðabætur frá þeim.

Hvers vegna fjallar enginn um það, sem raunverulega skiptir máli?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.12.2016 kl. 19:17

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Giðmundur, það fær enginn skaðabætur sem ekki sækist eftir þeim. Hefur þú sýnt fram á tjón, hvað orsakaði það og hver var valdur að því? Síðasta atriðið er erfiðast að sanna.

Ragnhildur Kolka, 12.12.2016 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband