Saddam, Pútín og kommúnistaveiðar frjálslyndra

Stærstu mistök Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu í utanríkismálum á þessari öld eru innrásin í Írak árið 2003. Innrásin var réttlætt með þeirri lygi að Saddam Hussein Íraksforseti ætti gereyðingarvopn og væri ógn við heimsfriðinn.

Innrásin í Írak hleypti öllu í bál og brand í miðausturlöndum og leiddi til flóttamannastraums múslíma til Vestur-Evrópu. Meira en áratug síðar sér hvergi til lands í þessum heimshluta.

Í beinu framhaldi af innrásinni í Írak gerðu Bandaríkin og Vestur-Evrópa tilraun til að endurskipuleggja Austur-Evrópu í þágu vestrænna hagsmuna. Með Evrópusambandið og Nató sem verkfæri var rifið í tætlur samkomulag um mörk vestrænna og rússneskra áhrifasvæða. Samkomulagið hafði verið í gildi frá lokum seinni heimsstyrjaldar en endurskoðað eftir fall Sovétríkjanna 1991 og lok kalda stríðsins.

Tilraun Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu að leggja austurhluta álfunnar undir vestrænt áhrifasvæði strandaði í Úkraínu þar sem styrjöld blossaði upp snemma árs 2014. Líkt og nokkur ríki miðausturlanda, s.s. Írak, Sýrland og Líbýa, er Úkraína ónýtt ríki.

Saddam Hussein var drepinn af skjólstæðingum Bandaríkjanna, Gadaffi í Líbýu sömuleiðis. En Janukovits forseti Úkraínu, sem öfl hliðholl Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu steyptu af stóli 2014, náði að flýja til Rússlands. Assad Sýrlandsforseti heldur völdum með stuðningi Rússa.

Pútín Rússlandsforseti er fleinn í holdi vestrænnar útþenslu, bæði í miðausturlöndum og Austur-Evrópu. Þess vegna fær Pútin sömu meðferð og Saddam Hussein um aldamótin. Pútin er sakaður um að vera ógn við heimsfriðinn þar sem hann stendur í vegi fyrir bandarískum og vestur-evrópskum hagsmunum.

Vinstrimenn í Bandaríkjunum (jú, þeir eru til þótt ekki séu þeir sósíalistar) segja herferðina gegn Pútín og þeim sem bera blak af honum minna á kommúnistaofsóknir á MacCarty-tímanum. Þeim svíður sérstaklega að stofnanir í bandarískri umræðu, t.d. New York Times og Washington Post, sem búa að langri hefð frjálslyndis, ganga fram af hörku í kommúnistaveiðum nú um stundir.

Valdastéttin í Washington, máttarstólpar úr röðum demókrata og repúblíkana, er sameinuð í andstöðu sinni við Pútín og Rússland. Þegar maður eins og Donald Trump sigrar forsetakosningarnar getur ástæðan ekki verið önnur en að Pútín standi þar að baki. Spurningin er aðeins að finna sönnunargögnin - búa þau til ef ekki vill betur.

Sigur Trump sýnir kreppu valdastéttarinnar í Bandaríkjunum líkt og Brexit afhjúpaði tilvistarvanda Evrópusambandsins. Í stað þess að horfast í augu við vandann, sem er margvíslegur og fjölþátta, er einfaldara að kenna einhverjum einum um ófarirnar. Pútín Rússlandsforseti þjónar því hlutverki ágætlega.


mbl.is „Þessar upplýsingar eru rangar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Nafnið er McCarthy.

Wilhelm Emilsson, 11.12.2016 kl. 10:43

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Allt er hverju orði sannara í þessari grein hjá þér Páll.  Hefði kannski mátt fylgja með að það virði9st vera að Arabaheimurinn þurfi á harðstjórum að halda eins og Saddam Hussein, Gaddafi og forseta Sýrlands (man ekki í augnablikinu hvað hann heitir), því um leið og þessum mönnum er steypt af stóli eða gerð tilraun til þess fer allt í bál og brand.

Jóhann Elíasson, 11.12.2016 kl. 11:25

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Obama er viljugur að taka þátt í öllum þessum samsæriskenningum og gefa þeim þannig vægi. Hann er ennfremur búin að gefa til kynna að hann muni verða þátttakandi í pólitískri umræðu þegar hann lætur af störfum, ólíkt fyrri forsetum sem hafa dregið sig í hlé til að skapa meiri frið um embættið. Þetta sýnir ekki bara sjálfhverfu hans; að hann sé stærri en embættið heldur líka einbeittan vilja til að ala á pólariseringunni í samfélaginu.

Ragnhildur Kolka, 11.12.2016 kl. 11:30

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sammála þér Páll. Saddam kollegi minn var eini maðurinn sem gat stjórnað þessum lýð. Gaddafy líka. Þessi kolvitlausi útflutningur Bussaranna á bandaríksu democrazy er bull, þar sem þessi arabalýður getur ekki búið við neitt nema einræði.

Halldór Jónsson, 11.12.2016 kl. 11:53

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þessi ágætu samantekt á mannkyns sögu tuttugustu og fyrstu aldarinnar mætti hreinlega kenna og lesa fyrir alla ólæsa útskriftanema úr grunnskólum landsins.

Persónulega hefði ég viljað bæta við áhrifum og aðkomu auðugra gyðinga og araba, en never mind.

Jónatan Karlsson, 11.12.2016 kl. 12:31

6 Smámynd: Jón Bjarni

Var það ekki Rebúblikaninn Bush yngri sem réðist inn í Írak?

Jón Bjarni, 11.12.2016 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband