Föstudagur, 9. desember 2016
Kristni, jólasveinninn og Píratar
Foreldrar leikskólabarna hafa fengið þau skilaboð að ,,í skólanum trúum við á jólasveina". Skilaboðunum fylgja vinsamleg tilmæli til foreldra að eyðileggja ekki jólastemninguna með afneitun á rauða feita kallinum.
Píratar ýfast ekki við jólasveinatrú, svo vitað sé. En þeir rífa sig oní rassgat yfir kirkjuheimsóknum grunnskólabarna, núna síðast Helgi pírati.
Kristni og jólasveinatrú eru af sama meiði, hluti af menningu okkar og koma næsta lítið við trúarsannfæringu fullorðinna, sem velflestir eru trúlausir.
Hvað myndum við segja við pírataforeldri sem vildi ekki að barnið sitt læsi sögur eins og Njálu eða Hrafnkelssögu vegna þess að siðaboðskapurinn hæfði ekki smekk góða fólksins? Jú, við myndum segja við pírataforeldrið: finndu þér samfélag til að búa í - annað en það íslenska.
Athugasemdir
Þegar ég var að alast upp þá var bara einn siður og engin vandræði. Að vísu voru kaþólskir foreldrar til, sem og stöku gyðingar, en það breyti engu við vorum öll í sama bekknum og fylgdumst að í öllum greinum og leikjum.
En nú eru komnir til sjálfskipaðir prestar sem hvorki þola okkar umburðalyndis trú eða trúleysis trú og að foreldrar ráði uppeldi barna sinna og fræðslu er auðvit alveg ótækt, enda leyfir trúarlögregla Pírata ekki svoleiðis fikt.
Píratar hafa ljóslega ekki mikið umburðarlyndi, jafnvel minna en Jóhanna, sú sem rembdist í fjögur ár við eitt einasta verkefni og hafði ekki árangur og hefur því á stundum verið kölluð, hin vitlausa.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.12.2016 kl. 14:15
Margt gott hér, en þessu er ég ekki sammála, Páll:
Kristni og jólasveinatrú eru af sama meiði, hluti af menningu okkar og koma næsta lítið við trúarsannfæringu fullorðinna, sem velflestir eru trúlausir.
Meiri hluti Íslendinga trúir á tilvist góðs Guðs, og leita margir til hans í raunum sínum, gættu þess!
Og jólasveinar eru einber uppspuni, fiction, til gamans eða upphaflega til að hræða börn, en kristindómur er trú sem byggir á sannsögulegri tilvist Jesú og spámannanna.
Í skásta falli eru jólasveinar að uppruna til Poltergeisten, hrekkjapúkar!
Jón Valur Jensson, 9.12.2016 kl. 17:53
Það verður mikið að gera hjá kristnum söfnuðum á aðventunni. Allir eru að hugsa um fæðingu Jésús Krists og mæta þarna með börnin sín i jólafagnað hjá Smárakirkju.Þar var safnað til styrktar þeirra sem vanhagar um sitthvað til gleðilegs jólahalds.
Helga Kristjánsdóttir, 10.12.2016 kl. 02:53
Það eru til ýmsar tegundir af Jólasveinum. En ég ætla að láta duga að tjá mig um þennan með rauða belginn sem við sjáum gjarnan í Amrískum bíómyndum, hann er ekki eins saklaus og hann sýnist. Hann á nefninlega uppruna sinn í Baalsdýrkun, en Baal er eitt af mörgum nöfnum á Djöflinum. Í Baalsdýrkun var gert stórt líkneski af Baal og á líkneskinu var stór belgur og svo var kveiktur eldur undir belgnum (þess vegna er hann rauður) og á þessum belg stunduðu Baalsdýrkendur barnafórnir, til að þóknast guðinum Baal.
Og þegar við sjáum gjarnan í stóru verslunarmiðstöðvunum í amerískum bíómyndum að foreldrarnir setja börnin í kjöltu jólasveinsins og svo er tekin mynd. Þá er í raun og veru verið að helga barnið, Djöflinum. Það er þetta og ótalmargt annað úr heiðnum siðum sem hefur þvælst inní kristna trú. Þess vegna er kraftur andans enginn hjá kristnum mönnum í dag.
Eins og Guð segir sjálfur:" Sjá lýður minn ferst, því hann hefur ekki þekkingu." Til að kynnast og öðlast kraft Heilags anda, þarf að hreinsa út allt sem heitir og er hjáguðadýrkun.
Steindór Sigurðsson, 10.12.2016 kl. 05:49
Jólasveinninn ameríski hefur ekkert hlutverk í kristinni trú og helgihaldi.
Steindór ætti að fara í kirkju um jólin.
Jón Valur Jensson, 10.12.2016 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.