Þriðjudagur, 6. desember 2016
Kastljós fer með ósannindi - kemur afsökunarbeiðni?
Kastljós sagði ósatt þegar Markús Sigurbjörnsson forseti hæstaréttar var sakaður um að hafa ekki tilkynnt um hlutabréf í Glitni sem hann fékk í arf árið 2002.
Kastljós beit höfuðið af skömminni með því að halda fram að peningaeign í hlutabréfasjóði, sem er sparnaðarform tugþúsunda Íslendinga, jafngildi eign í hlutafélagi í atvinnurekstri.
Kemur afsökunarbeiðni frá Efstaleiti? Frýs í helvíti?
Markús svarar fyrir verðbréfin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hvers að hækka laun toppanna í stjórnsýslunni í hæstu hæðir ef þeir mega ekki spara eða eiga neitt? Það er eitthvað vitlaust gefið einhvers staðar, spurning hvort það varðar misskiptingu efnalegra gæða eða vitsmunalegra!
Kolbrún Hilmars, 6.12.2016 kl. 15:44
Rúvið er farið að leiðrétta sig, fyrst hér:
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, var ekki vanhæfur til þess að dæma í málum sem tengdust Glitni og fyrrverandi starfsmönnum hans eftir hrun. Þetta segir Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Markús hafi ekki átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar hann dæmdi í málunum. Sigurður Tómas telur að Markúsi hafi ekki borið skylda til að tilkynna um fjárfestingar sínar í gegnum eignastýringu Glitnis.
Sjá miklu meira, nánar hér:
http://ruv.is/frett/segir-ad-markus-hafi-ekki-verid-vanhaefur
Jón Valur Jensson, 6.12.2016 kl. 18:25
Og Hjördís Hákonardóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, er líka farin að leiðrétta sig: var að finna gögn hjá sér um að Markús hafði í raun sent inn ýmsar tilkynningar um það sem hún hafði verið að þýfga hann um, þ.e. að ítreka fullyrðingar um, að þær upplýsingar hafi vantað. Nú kemur í ljós, að þær vantaði ekki, hún var bara svona lengi að finna þær!
Allt þetta kom fram í 18-fréttum Rúv áðan, þær eru bara ekki komnar ennþá inn á Rúv-vefinn.
Jón Valur Jensson, 6.12.2016 kl. 18:34
Hvort Kastljósið biðst afsökunar, verður svo bara að koma í ljós.
Jón Valur Jensson, 6.12.2016 kl. 18:38
Hver voru ósannindin?
Samkvæmt því sem fram kom í Kastljósi í gær fundust ekki gögn hjá nefnd um dómarastörf sem sýndu tilkynningar eins og þær sem hér um ræðir, og það staðfesti formaður þeirrar nefndar. Svo hefur í dag komið fram að við nánari leit hafi einhver slík gögn fundist.
Hvað af þessu er ósatt?
Ef eitthvað var týnt í gær og ég segi að það finnist hvergi, verður það ekki ósatt þó hið týnda komi svo í leitirnar á morgun. Að halda því fram að svo sé er einfaldlega rökvilla.
Svo má alveg velta því fyrir sér hversu trúverðugt er að í gær skuli hafa ekkert hafa legið fyrir um að tilkynning hafi verið send, en í dag þegar sá sem hefði átt að senda hana hefur fengið sólarhring til að bregðast við og kippa í réttu spottana, skuli sú tilkynning "mjög óvænt" koma í leitirnar einmitt á heppilegum tímapunkti til að reyna að redda orðsporinu.
Á heilum sólarhring er auðvelt að búa til skjal dagsett árið 2002 og smeygja því inn í réttan skjalabunka svo hægt sé að halda því fram að það hafi verið sent á réttum tíma. Öðru eins hef ég kynnst af eigin reynslu þegar dómstólar eru annars vegar, en þó skal tekið fram að ég hef ekki hugmynd um hvort slíkum "skapandi leitaraðferðum" hafi verið beitt í þessu tilviki.
Eftir stendur að minnsta kosti sú staðreynd að skjalavarsla nefndar um dómarastörf virðist vera í algjörum ólestri, sem er háalvarlegt mál.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2016 kl. 20:30
Guðmundur, það er mikill munur á að eitthvað vanti og halda fram að það sé týnt eins og þú orðar það. Það er ekki rökvilla að halda fram að það vanti en sé ekki endilega týnt. Það bara fannst ekki enn. Það er rökvilla að halda fram að það sem finnst ekki alveg núna sé endilega týnt.
Elle_, 6.12.2016 kl. 21:01
Það er líka óviðunandi hvað þú, eins og RUV, gerir manninn tortryggilegan, kannski alveg saklausan.
Elle_, 6.12.2016 kl. 21:11
Elle.
Útúrsnúningar eru algjörlega óþarfir. Hver eru ósannindin?
Einu ósannindin hér eru þau sem koma fram í pistlinum fyrir ofan.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2016 kl. 21:16
Guðmundur, útúrsnúningur er bara alls ekki minn stíll og ég kann ekki útúrsnúning og meinti hvert einasta orð. Maðurinn er kannski blásaklaus og þú ættir að gefa honum sjens og vera ekki að verja hvað er rökrétt við að ófundið skjal sé endilega týnt. Það skiptir mestu máli að gera ekki saklausan mann tortryggilegan.
Elle_, 6.12.2016 kl. 21:22
Tek undir orð Elle. Guðmundur, þú ritar:
Eru þetta ekki grófar dylgjur um hæstaréttardómara eða einhvern á þeirra vegum?
Svo var að heyra í fréttum kl. 18 í kvöld, að Hjördís Hákonardóttir hafi viðurkennt fleiri tilfelli en þennan eina fund skjals í gærkvöldi -- voru þetta ekki a.m.k. þrjú tilfelli sem þar komu fram um að Markús hefði verið búinn að tilkynna um arf og sölu og/eða hagnað?
Svo tekst mér ekki að heyra upptöku af 18-fréttunum í kvöld. Heyrið þið einhverjar fréttir hér:
http://ruv.is/sarpurinn/ras-2/siddegisfrettir/20161206
Jón Valur Jensson, 6.12.2016 kl. 23:24
Elle.
Ófundið skjal er eðli máls samkvæmt týnt, þar til það kemur aftur í leitirnar, eins og eitt slíkt hefur núna gert.
http://www.ruv.is/frett/markus-tilkynnti-um-hlutabrefavidskipti-sin
"Tilkynningar um viðskipti Markúsar fundust upphaflega ekki hjá sérstakri nefnd um dómarastörf sem heldur utan um slíkar upplýsingar. Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndarinnar, staðfestir í bréfi til RÚV að Markús hafi tilkynnt um öll umrædd hlutabréfaviðskipti. Bréf þar um séu til hjá nefndinni, eitt þeirra hafi fundist í gærkvöldi"
Afar heppilegt að manneskjan sem fyrst gat ekki fundið skjal sem staðfestir tilkynninguna, skuli svo af einskærri heppni hafa fundið það skjal einmitt sama kvöldið og þátturinn var sýndur. Þetta virðist vera vandfundið skjal.
Jón Valur.
Nei ekki dylgjur því ég sakaði engan um neitt, heldur benti einfaldlega á nákvæmlega hversvegna það er alvarlegt mál að skjalavarsla nefndar sem á að hafa eftirlit með dómurum við æðsta dómstól landsins, sé í molum. Það er vegna þess að hverskonar kæruleysi og óvönduð vinnubrögð eru til þess fallin að grafa undan trausti á dómskerfinu. Traust þarf að vera verðskuldað. Þau vinnubrögð sem lýst hefur verið, til dæmis að eiga ekki afrit t.d. rafræn af skjölum og að frumrit skuli hafa lent í flakki í pappakassa inn á einkaheimili úti í bæ, eru ekki vinnubrögð sem verðskulda traust. Þau eru þvert á móti beinlínis vandræðaleg. Afleiðingin af því er að fólk verður tortryggið og fær jafnvel á tilfinninguna að um eintómt sjónarspil sé að ræða. Dæmið sem ég nefndi er einmitt þess eðlis, en í því fólst ekki ásökun á hendur nokkrum manni. Það sem ég nefndi um að hafa lent sjálfur í samskonar atviki eru ekki dylgjur heldur staðreynd, en það var hinsvegar ekki í Hæstarétti heldur á öðrum vettvangi, svo ekki var heldur að beina neinum spjótum að Hæstarétti með því.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2016 kl. 00:04
Elle.
Ég er ekki að gera blásaklaust fólk tortryggilegt.
Enda virðast margir vera fullfærir um að gera það sjálfir.
Reyndar ert þú að nota ákveðna rökvillu í framsetningu þinni þegar þú talar annars vegar um sakleysi og hinsvegar um tortryggni. Þetta eru ekki andstæður, heldur ólík hugtök. Sekt eða sakleysi snýst um það hvort einhver hafi framið verknað sem er refsiverður. Tortryggni er hinsvegar grunur um óheilindi, en óheilindi þurfa ekki endilega að fela í sér lögbrot og enn síður að vera refsiverð nema þau séu ákveðins eðlis og nógu alvarleg.
Dæmi:
Margir eru tortryggilegir en samt blásaklausir.
Sumir eru þrælsekir án þess að vera neitt tortryggilegir.
o.s.frv.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2016 kl. 01:47
Gott hjá þér Guðmundur. " Hjörðin hans Palla Vill " stendur saman af svona 8-10 mans. Því fólki er skítsama um hvað er rértt. Þetta er sértrúasöfnuður sem er með RUV á heilanum.
Baldinn, 7.12.2016 kl. 10:13
Nei það var ekki rökvilla að segja að ekki ætti að gera kannski blásaklausan mann tortryggilegan. Og hvort orðin sjálf eru andstæður eða ekki. Verið var að ýja gróflega að að maðurinn væri SEKUR og kannski og líklega var hann það ekki.
Elle_, 7.12.2016 kl. 10:28
Ekki ljúga Baldinn, mér er allavega ekki skítsama og ég er ekki í neinni "hjörð" eða "kór" eða hópi neins en tala alveg á eigin vegum.
Elle_, 7.12.2016 kl. 10:33
Ómerkingur Baldinn, það er líka enginn "sértrúarsöfnuður" að ofanverðu "með RUV á heilanum". Þú bara bullar eitthvað út í loftið um fólk og dásamar svo Guðmund.
Elle_, 7.12.2016 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.