Mánudagur, 5. desember 2016
Kastljós leitar að skúrki, finnur rassvasabókhald
Kastljós kann ekki að lesa lög og ruglar saman peningaeign í hlutabréfasjóði og eign í hlutafélagi. Opinberir starfsmenn RÚV eyddu almannafé í rannsókn sem leiddi það eitt í ljós að nefnd um dómarastörf er ekki með neinn starfsmann til halda utan um skráningu hlutabréfaeignar dómara í atvinnufyrirtækjum.
Leikmynd Kastljóss gerði ráð fyrir að Hjördís Hákonardóttir væri stjörnuvitnið gegn Markúsi Sigurbjörnssyni, sem átti að vera skúrkurinn. En þegar Hjördís varð að viðurkenna að skráningar á hlutabréfaeign dómara í atvinnufyrirtækjum væri aukaverk án skipulags sat hún uppi með Svarta-Pétur.
Kastljós notaði sömu brellur og oft áður. Gerði stórmál úr aukaatriðum og misskildi viljandi aðalatriði, sem er að peningaeign í hlutabréfasjóði er ekki eign í hlutafélagi.
Helsti fréttapunktur Kastljóss er að nefnd um dómarastörf fær ekki fjármuni til að halda starfsmenn sem gæti skipulagt rassvasabókhaldið um eign dómara í hlutafélögum. Kostnað við afæturnar á Efstaleiti, sem nota almannafé í blekkingar undir yfirskini frétta, mætti lækka - þó ekki nema til að fjármagna starfsmann nefndar um dómarastörf. Hálft starf væri meira en kappnóg.
Telur sig ekki hafa verið vanhæfan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Finnst þér þetta semsagt vera í góðu lagi?
Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2016 kl. 23:00
Hvar eiga dómarar að geyma peningana sína?
Þurfa þeir sem nú hrópa "drepum dómarann" ekki að svara því?
Ragnhildur Kolka, 5.12.2016 kl. 23:54
Lög um dómstóla
1998 nr. 15 25. mars
26. gr. Dómara er óheimilt að taka að sér starf eða eiga hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki ef slíkt fær ekki samrýmst stöðu hans eða leiðir af sér hættu á að hann geti ekki sinnt embættisstarfi sínu sem skyldi.
Nefnd um dómarastörf setur almennar reglur 1) um hvers konar aukastörf geti samrýmst embættisstörfum dómara. Dómari skal tilkynna nefndinni um aukastarf áður en hann tekur við því. Sé ekki getið um heimild til að gegna starfinu í almennum reglum nefndarinnar skal dómari þó fyrir fram leita leyfis hennar til þess.
Nefnd um dómarastörf setur almennar reglur 1) um að hvaða marki samrýmanlegt sé embætti dómara að hann eigi hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki. Dómari skal tilkynna nefndinni um hlut sem hann eignast í félagi eða fyrirtæki. Sé ekki getið um heimild til að eiga slíkan hlut í almennum reglum nefndarinnar skal dómari þó fyrir fram leita leyfis hennar til þess.
Með rökstuddri ákvörðun getur nefnd um dómarastörf meinað dómara að gegna aukastarfi eða eiga hlut í félagi eða atvinnufyrirtæki. Dómara ber að hlíta slíku banni, en heimilt er að leita úrlausnar dómstóla um lögmæti þess.
1)Rg. 463/2000.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2016 kl. 00:18
Lestu svo 6 kafla laga um verðbréfa og fjárfestigasjóði. Þá sérðu Páll Vilhjálmsson, að það er þú sem ekki kannt að lesa lög.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2016 kl. 00:22
Ragnhildur, dómarar geta sett fé sitt til vöxtunar á ýmsan hátt, án þess að gera það í fjárfestingasjóði sem gerist brotlegur, og sem dómararnir dæma síðan í málum sömu sjóða og fyrirtækjanna sem þá geymdu.
Forseti Hæstarétta ætti að vita að : Dómari skal tilkynna nefndinni [nefnd um dómarastörf] um hlut sem hann eignast í félagi eða fyrirtæki. Sé ekki getið um heimild til að eiga slíkan hlut í almennum reglum nefndarinnar skal dómari þó fyrir fram leita leyfis hennar til þess.
Allt er lögfest, en dómarinn sem talað er mest um er annað hvort haldinn alvarlegu tilfelli af Alzheimer eða álíka alvarlegu tilfelli af siðleysi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2016 kl. 00:31
Nefnd um dómarastörf finnur svo engin bréf frá forseta Hæstarétts. Geti dómarinn sannað að hann hafi sent slík bréf og að nefndin hafi týnt þeim, þá er þetta vitaskuld allt annar handleggur...
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2016 kl. 00:37
"Hvar eiga dómarar að geyma peningana sína?"
Svarið er mjög einfalt: Á sama stað og við hin.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2016 kl. 00:40
Framgangur Hjördísar Hákonardóttur í nefndinni um meinta glæpi presta hjá kaþólsku kirkjunni á Íslandi, fær mig þó til að óttast að óregla í störfum nefndarinnar sem hún er formaður fyrir, sé hugsanlega af sama toga og selektívt val sannleiksnefndarinnar, og sér í lagi Hjördísar, um kaþólsku kirkjuna á upplýsingum sem nefndinni bárust. Nefndinni tókst m.a. að nota biskup í Hollandi sem vitni gegn presti. Biskupinn var þekktur af eindæmum í Hollandi vegna barnagirndar sinnar, en það var presturinn sem íslenska nefndin dæmdi á ósæmandi hátt alls ekki.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2016 kl. 00:55
Sannleiksnefnd Hjördísar upplýsti þó ekkert um kenndir biskupsins sem nefndin leitaði til, þó ríkulega sé hægt að lesa um fortíð hans í Hollandi. Biskupinn var sendur til Íslands vegna þess að hann var vandamál í Hollandi. Sjá hér um undarleg störf Hjördísar :http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1374790/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2016 kl. 01:01
Ofsalega harðir dómar frá Vilhjálmi gegn dómaranum. Það er bara búið að sakfella manninn.
Elle_, 6.12.2016 kl. 05:29
Nei, það gerir réttarkerfið, nema að allir í því telji það eðlilegt að maður sem missir fé á Glitnissjóðum, dæmi mennina hjá Glitni sem voru valdir að tapi hans. En mér sýnist að nefnd Hjördísar starfi eins og hún gerir og að félag Hæstaréttarlögmanna telji Markús saklausan. Þetta á eftir að eyðileggja íslenskt réttarkerfi. Þar hefur setið fólk sem ekki er starfi sínu vaxið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2016 kl. 08:10
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2441133
Hér geta menn lesið frekar um vanhæfni Markúsar fyrir 15 árum síðan.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2016 kl. 09:34
Vilhjálmur, íslenska ríkið hvatti til hlutabréfakaupa í mörg ár fyrir hrun, m.a. með því að veita skattaafslátt. Tugir þúsunda Íslendinga nýttu sér þetta tilboð ríkisins. Umræddur dómari átti slík bréf sem hann seldi árið 2007 og stórgræddi á. Enn hefur ekki verið sýnt framá að hann hafi ekki tilkynnt (nefnd um rassvasabókhald) um þá sölu. Fjármunir sem hann síðan tapaði í fjárfestingasjóðnum voru smáaurar miðað við gróðann af hlutabréfasölunni. Það er hinsvegar spurning hvort hann hafi haft innherja upplýsingar þegar hann losaði fé úr fjárfestingasjóðnum á síðustu dögum fyrir gjaldþrot bankanna.
Um það verður eflaust fjallað á komandi dögum og kannski vissara að vera ekki að fella dóma fyrr en allar staðreyndir liggja fyrir.
Ragnhildur Kolka, 6.12.2016 kl. 10:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.