Mánudagur, 5. desember 2016
Atlaga RÚV að hæstarétti - dómstóll götunnar
Kastljós RÚV boðar atlögu að hæstarétti vegna meints vanhæfis dómara. Lög um vanhæfi dómara er að finna í 5. gr. laga um meðferð einkamála og eru í sjö liðum.
5. gr. Dómari, þar á meðal meðdómsmaður, er vanhæfur til að fara með mál ef:
a. hann er aðili að málinu eða fyrirsvarsmaður aðila,
b. hann hefur gætt réttar aðila varðandi sakarefnið eða veitt aðila ólögskyldar leiðbeiningar um það,
c. hann hefur borið eða verið kvaddur til að bera vitni um atvik málsins af réttmætu tilefni eða verið mats- eða skoðunarmaður um sakarefnið,
d. hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar,
e. hann tengist eða hefur tengst fyrirsvarsmanni eða málflytjanda aðila með þeim hætti sem segir í d-lið,
f. hann tengist eða hefur tengst vitni í málinu með sama hætti og segir í d-lið, mats- eða skoðunarmanni eða manni sem neitar að láta af hendi sönnunargagn,
g. fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.
Kastljós mun gera síðasta liðinn að skotfærum gegn Markúsi Sigurbjörnssyni. Hann átti, samkvæmt frétt RÚV, peninga í sjóðum bankanna fyrir hrun, líkt og þúsundir annarra Íslendinga. Samkvæmt fréttinni var hann búinn að losa sig við eignir sínar fyrir hrun og málið ætti þar með að vera dautt. En ekki í meðförum Kastljóss.
Frétt RÚV, sem ritstjórar Kastljóss eru skrifaðir fyrir, boðar að það sé saknæmt að eiga peninga. Í Kastljósi í kvöld verður dómstóll götunnar ræstur út. RÚV mun kynda undir með hverskyns fréttum af smáatriðum, sem bæði eru léttvæg og ómálefnaleg. En heildaráhrifin verða þau að ,,bloggheimar loga" um allsherjarspillingu á Íslandi. Og það er meginþema Kastljóss síðustu misseri.
Segja Markús ekki hafa farið að reglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Léttvægt og ómálefnalegt" að greina frá því að hæstaréttardómari sinnir ekki lagaskyldu um að upplýsa um hagsmunatengsl sín við banka?
Ómar Ragnarsson, 5.12.2016 kl. 22:13
Ef Mogginn hefði komið fyrstur með þessa frétt væri hann Páll V að bölsótast yfir vanhæfni dómara.
Jón Páll Garðarsson, 6.12.2016 kl. 11:10
þú opinberar vanhæfni þína við að greina almenn málefnaleg og rökrétt skrif Páls V.- Ágætt að kynna sér framhald hans í dag.
Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2016 kl. 16:43
Svo einfalt er það ekki ef lesin eru þær reglur sem dómarar þurfa að fara eftir og erfitt að kalla það fyrir vanhæfni ef maður tilbiður ekki skrif eins mesta ritsóða sem uppi er. Ég get ekki tekið þessi orð Markúsar trúanleg um þennan litla arf upp á einhverja tugi milljóna og sem enginn formaður þeirrar nefndar sem tekur við tilkynningum dómara getur munað eftir. Ekkert finnst heldur skjalfest á neinum stað.
Jón Páll Garðarsson, 6.12.2016 kl. 17:22
Það verður áfram skrifað og fjallað um þessi mál,en athugasemd mín sneri að fullyrðingu þinni um að Páll V hefði bölsótast yfir vanhæfni dómara,ef fréttin hefði birst fyrst í Mbl.Þótt hafi ekki hnikkt á því sérstaklega.- - - Öllu má nú nafn gefa og má kannski til sannsvegar færa að allflest okkar Íslendinga tilbiðja Ísland og munu leggja allt í sölurnar til að verja það fyrir ágengum fjárglæfra mönnum. Ekkert okkar mun vera eins og "Andrés sem stóð þar utan gátta (þegar),þeir ætluðu að færa hann tröllunum.M.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2016 kl. 18:16
Hvernig datt jafn lögfróðum manni og Markúsi í hug að þetta gæti EKKI gert hann vanhæfan til að fjalla um mál tengd Glitni og hvernig dettur formanni Dómarafélags Íslands að horfa svona þröngt á hæfisregluna? Hæfisreglan virkar í tvær áttir, þ.e. að málsaðilar geti verið vissir um hæfi viðkomandi og hins vegar að verja viðkomandi gegn því að hægt sé að væna hann um vanhæfi. Formaður dómarafélagsins klikkar á seinni liðnum í vörn sinni fyrir Markús og kæmi mér ekki á óvart, að þetta gæti orðið vopn í höndum þeirra sem reka mál fyrir Mannréttindadómstólnum.
Hvers vegna er þetta mál að koma upp núna? Hvaða dómur gekk í ranga átt nýlega, sem verður til þess að þetta mál kemur upp núna? Allt sem kemur fram hefur verið vitað í 8 ár. Hvers vegna er þessu lekið í Kastljós núna? Það er alltaf tilgangur með öllu. Hver er tilgangurinn með lekanum núna?
Það er nánast út í hött, að Markús Sigurbjörnsson telji sig hæfan til að fjalla um málefni tengd Glitni. Færa má góð rök fyrir því að óbeint tap Markúsar á glæfraskap Glitnismanna hafi verið einhverjir tugir milljóna. Það er því ekki hafið yfir allan vafa, að slíkt hafi ekki haft áhrif á atvkæði Markúsar í málum tengdum Glitni. Ég er ekki með því að væna Markús um óheiðarleika eða hafa hagað atkvæði sínu á annan hátt, en lögin segja til um. Það er bara ekki hafið yfir allan vafa. Störf hæstaréttardómara þurfa ALLTAF að vera hafin yfir allan vafa um að eitthvað brengli sýn þeirra á það mál sem þeir eru að dæma í hverju sinni.
Þetta mál er ekki slíkt að hið vonda RÚV að ráðast á einn spillta sjálfstæðismanninn enn eða að Páll V lesi í Mogganum að þetta sé allt tóm vitleysa. Þetta mál varðar heiðarleika og að hlutirnir séu gerðir rétt.
Jón Páll Garðarsson, 6.12.2016 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.