Mánudagur, 5. desember 2016
Formleg RÚV-gáta og óformleg
Í hádegisfréttum RÚV var ein aðalfréttin að næstu fjárlög, sem eru Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, verði mesta styrking ríkisreksturs í seinni tíma sögu.
Inn í miðja fréttina um fjárlög var skellt inn viðtali við bestu vinkonu RÚV, Birgittu Jónsdóttur pírata. Fréttamanni og Birgittu kom saman um að hörkugangur væri í óformlegum viðræðum um smáflokkastjórn undir forystu Pírata, sem þó hefjast ekki fyrr en eftir hádegi.
Til að undirstrika hve góður gangur væri í viðræðum, sem enn eru ekki hafnar, voru fréttamaður og vinkona RÚV á því að jafnvel strax síðdegis yrðu óformlegu viðræðurnar formlegar.
Í fréttaflutningi er fyrsta boðorðið að upplýsa en ekki tala í gátum. En RÚV vill teygja lopann fyrir Pírata og veitir verðlaun fyrir besta svarið við spurningunni: hver er munurinn á formlegum og óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum.
Fyrstu verðlaun eru viðtal á Austurvelli í fyrstu mótmælunum sem Píratar boða til á nýju ári. Allt í beinni á RÚV.
Vill ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.