Mánudagur, 5. desember 2016
Píratar: Katrín er fúskari
Píratar fengu umboð forseta eftir lokun markaða á föstudag. Helgina notuðu þeir til að ræða hvers vegna ekki tókst að mynda fimm flokka stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna. Niðurstaða er að vinnubrögð Katrínar hafi verið fúsk og flumbrugangur.
Píratar þykjast kunna betri vinnubrögð og tala um ,,verkferla". Innan raða Pírata eru ,,hámenntaðir" einstaklingar sem eflaust kunna margt fyrir sér um ,,verkferla."
Þeir sem ætla að mynda verkferlaríkisstjórn þurfa ekki að kunna að telja. En það kann varaformaður Vinstri grænna. Hann komst að því að kerfisbreytingaflokkar eins og Píratar eru í minnihluta á alþingi. Skapandi stærðfræði Smára McCarthy getur ábyggilega breytt minnihluta í meirihluta. Með ,,verkferlum."
Ekkert fúsk og engan flumbrugang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.