Föstudagur, 2. desember 2016
Birgitta fær umboð eftir lokun markaða - RÚV spuni
Eftir að markaðir lokuðu í dag fékk Birgitta Jónsdóttir leiðtogi Pírata umboð til að mynda ríkisstjórn. Forsetinn vildi síður valda hruni á mörkuðum með veitingu umboðs til Pírata yfir hábjartan daginn.
RÚV bjó til fréttaspuna sem líkist krýningu þjóðhöfðingja með tímasettum atburðum upp á hverja mínútu. RÚV hyggst verja ríkisstjórnarmyndun Pírata vantrausti í fjölmiðlum og hleður framtakið lofi með fréttatækilegum aðferðum sem almannatenglar nota.
Ef tekst að halda lífi í stjórnarmyndun Pírata fram yfir helgi munu markaðir, þar sem lífeyrir landsmanna er ávaxtaður, láta á sjá. Sú leiðrétting verður þó hátíð í samanburði hrunið sem yrði ef smáflokkaríkisstjórn Pírata verður að veruleika. En leyfum helginni að líða og hugsum með hlýhug til fréttamanna RÚV sem verða kallaðir út á aukavakt að halda spunanum á floti. Jólin koma snemma á Efstaleiti.
Mun byggja á góðum grunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðin sem heldur ríkjum uppi vinnur heiðarlega láglaunavinnu og borgar glæpsamlega háa skatta. Og það vinnandi þjóðfélaganna-starfsfólk ætti ekki að halda uppi spilavítum Kauphalla Íslands og annarra ríkja!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2016 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.