Fimmtudagur, 1. desember 2016
Sjö flokka þjóðstjórn lýsir vangetu - einkum Vinstri grænna
Vinstri grænir eru nógu skýrir í kollinum til að skilja að fimm flokka smáflokkastjórn er andvana fædd. Slík stjórn væri samsæri gegn niðurstöðu þingkosninga sem gerðu Sjálfstæðisflokkinn að stærsta flokki landsins í öllum kjördæmum og þann langstærsta á alþingi.
En, því miður, eru Vinstri grænir eru of huglausir til að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og einum til tveim öðrum flokkum.
Hugmynd formanns Vinstri grænna, um þjóðstjórn sjö flokka, er viðurkenning á vangetu flokksins að draga rökréttar ályktanir af lýðræðislegum þingkosningum. Þjóðstjórn sjö flokka útilokaði stjórnarandstöðu. Aðeins það eitt ætti að útiloka þann möguleika.
Hugsanlega þörf á þjóðstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar eftirtaldar ríkisstjórnir voru myndaðar og Sjálfstæðisflokkurinn var utan stjórnar var hann samt "langstærsti flokkurinn með í kringum 40% atkvæða:
Vinstri stjórn 1956-59, Vinstri stjórn 1971-74, Vinstri stjórn 1978-79, Vinstri stjórn 1988-91.
Hvernig er hægt að tala um að ríkisstjórnir sem hafa bæði meirihluta þingmanna og meirihluta atkvæða á bak við séu "samræri gegn niðurstöðu þingkosninga"?
Ómar Ragnarsson, 1.12.2016 kl. 21:11
Þú getur haft þetta eins og þú vilt Ómar og þulið tölur, en við búum við allt of marga flokka sem eru að ganga af lýðræðinu dauðu, sumum til mikillar hamingju.
Það er í raun ekkert flókið að laga þetta, en það gerist ekki nema einhver hafi þor til að beita sér gegn ykkur vinstri mönnum sem elskið leiðindi og hið fíflalega stjórnlegaráð.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.12.2016 kl. 21:48
Afsakið, átti að vera stjórnlagaráð.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.12.2016 kl. 21:49
"Hugmynd formanns Vinstri grænna, um þjóðstjórn sjö flokka, er viðurkenning á vangetu flokksins að draga rökréttar ályktanir af lýðræðislegum þingkosningum. Þjóðstjórn sjö flokka útilokaði stjórnarandstöðu. Aðeins það eitt ætti að útiloka þann möguleika."
Það er ekki hægt að segja þetta betur Páll.
Halldór Jónsson, 2.12.2016 kl. 07:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.