Stór-Ameríka og Klofnings-Evrópa

Stórvesírar í hagfræði, til dæmis nóbelshafinn Michael Spence, segja kjör Donald Trump marka tímamót í heimshagkerfinu. Alþjóðleg hugmyndafræði um frjálsa verslun víkur fyrir heimalningsstefnu um að hollur sé heimafenginn baggi. Stór-Ameríka Trump á fátt sameiginlegt með alþjóðahyggju síðustu forseta.

Evrópusambandið naut góðs af hugmyndafræðinni um alþjóðahyggju þar sem þjóðríkið skyldi gegna æ minna hlutverki en yfirþjóðlegar stofnanir setja í auknum mæli lög og reglur þvert á landamæri.

Frá bandarískum sjónarhóli hægrimannsins Patrick J. Buchanan er Evrópa (les Evrópusambandið) á hröðu undanhaldi frá sjálfri sér - og í faðm Pútín Rússlandsforseta. Buchanan, eins og margir hægrimenn, telur að bandarískir forsetar og leiðandi stjórnmálamenn í Evrópu hafi gert Pútín rangt til og vilja stöðva hernaðaruppbyggingu Nató á vesturlandamærum Rússlands. En rússagrýlan er síðustu ár sameinandi afl fyrir Evrópusambandið, samanber Úkraínu-deiluna.

Klofningsferli Evrópusambandsins er komið á það stig að ekki verður aftur snúið. Vinstriútgáfan Guardian, sem er hlynnt ESB, skrifar í leiðara að forsetakosningarnar í Frakklandi séu til marks um stórfelldar breytingar í álfunni. Hægripólitík, andsnúin ESB en hlynnt vinsamlegum samskiptum við Rússland, er óstöðvandi.

Án alþjóðahyggju og rússagrýlu fær Evrópusambandið ekki viðspyrnu að stöðva hnignunina.


mbl.is Goldman Sachs-stjóri fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"viðspyrnu" ?

Hvað heldur þú, að verði um Evrópu þegar Ukraínumenn ráðast á Krím eins og nú stendur til.  Eða þegar Tyrkir ráðast á Rússa í Sýrlandi?

Hvorki Ukraína né Tyrkland eru stikk frí, sem árásar aðilar.  Hvað Rússar gera, verður út skipulagt og ut séð ... sem fær Evrópu til að líta út sem "skítseiði" á heimsmælikvarða.

Aðal áform Rússa, eru að sýna fram á að Evrópa og Bandaríkin eru "hættuleg". Þeir hafa engan áhuga á að fara í stríð.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.11.2016 kl. 22:44

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Bjarne, Rússar eru í stríði í Sýrlandi, ekki satt?

Wilhelm Emilsson, 30.11.2016 kl. 23:21

3 Smámynd: Elle_

Bjarne, Evrópa ER "skítseiði á heimsmælikvarða". Wilhelm, Rússar eru ekki í heimsstyrjöld þó þeir berjist gegn ISIS.  Og hafa ekkert gert sig líklega fyrir það.

Elle_, 1.12.2016 kl. 20:29

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ég skil ekki alveg þetta hatur á Evrópu, Elle. 

Wilhelm Emilsson, 2.12.2016 kl. 19:32

5 Smámynd: Elle_

Hatur á Evrópu??

Elle_, 2.12.2016 kl. 21:55

6 Smámynd: Elle_

Og á svipuðum nótum, Wilhelm, skil ég ekki þetta hatur þitt á Rússlandi.

Elle_, 2.12.2016 kl. 22:04

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er svo margt sem við skiljum ekki, Elle. Reyndar hata ég alls ekki Rússland. Þykir mjög vænt um þá. Var, til dæmis, rétt í þssu að kaupa þáttaröðina Sautján svipmyndir að vori. En Rússar hafa yfirleitt verið óheppnir með leiðtoga.

Wilhelm Emilsson, 3.12.2016 kl. 02:43

8 Smámynd: Elle_

Og ég hataði aldrei Evrópu en er enginn aðdáandi nýlenduvelda.  Svo er Evrópa bara pínulítill hluti alheimsins og á ekki að vera í neinum forgangi í heiminum, eða með nýlendur.  Fólk ruglar líka oft saman valdabákninu ESB og álfunni Evrópu.

Elle_, 3.12.2016 kl. 12:19

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hæ, Elle. Nýja athugsemdin þín er öðruvísi en sú fyrsta. Í henni stóð:

Evrópa ER "skítseiði á heimsmælikvarða".

Síðari athugsemdin er betri, að mínu mati.

Wilhelm Emilsson, 4.12.2016 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband