Miðvikudagur, 30. nóvember 2016
Yfirkennari Íslands sér varalit á svínum
Ragnar Þór Pétursson kennari er sá maður sem bæði mbl.is og RÚV leita til að túlka nýja kjarasamninga grunnskólakennara. Á mbl.is segir Ragnar Þór enga framtíðarsýn í samningnum og á RÚV að samningurinn sé ,,varalitur á svín."
Ragnar Þór er ekki aðeins í þeirri stöðu að vita allt betur en allir grunnskólakennarar landsins. Hann veit líka betur en allir aðrir hverjir eigi að vera skólastjórnendur í framhaldsskólum. Hann komst í fréttirnar, en þar finnst honum fjarska gaman, þegar skólastjóri Borgarholtsskóla var ráðinn, en Ragnar Þór var í skólanefnd. Brynjar Níelsson þingmaður sagði þetta um upphlaupið: ,,Ég held því að uppsögn Ragnars Þórs úr skólanefnd Borgarholtsskóla angi af venjulegri frekju."
Ragnar Þór var sakaður um kynferðislegt áreiti fyrir þrem árum og gekk rösklega fram eins og fyrri daginn í fjölmiðlum, með viðkomu í Kastljósi RÚV og viðtölum við netmiðla. Ásökunin um kynferðislegt ofbeldi kom hvergi fram opinberlega nema hjá Ragnar Þór sjálfum, sem skrifaði pistil og boðaði að hann ætlaði að hverfa til nýrra starfa.
En, eins og segir gamla kvæðinu, í skólanum er skemmtilegt að vera: í boði stærstu fjölmiðla landsins er Ragnar Þór orðinn yfirkennari Íslands.
Til hamingju, grunnskólakennarar, með þennan talsmann ykkar.
Sagði upp á kynningarfundinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er kallað að búa yfir dygð að ásækjast ekki það sem aðrir hafa umfram mann sjálfan.
Ljóst má vera að blaðamaðurinn, siðfræðingurinn og nú kennarinn, höfundurinn, er æði svekktur yfir þvi að aðrir kennarar eru nú, sem betur fer gætu sumir sagt, fái nú meiri og nauðsynlegri athygli en höfundur er að fá þessa dagana.
Kannski er það að margir eru orðnir leiðir á fyrirsjáanlegri eimyrju sem kann að koma úr ranni höfundar.
Gott og vel.
Hér hinsvegar fer höfundur í nýja leið en um leið hefðbundna þegar þarf á athygli að halda, að fara í manninn og það persónulegt. Gott ef ekki að nú takist siðfræðingnum (lærðum í Noregi,sama góða landi og stöðvarstjóri miðils sem rímar við flögu) að brigsla öðrum kennara sem lenti í því að vera áskakaður um ljótan glæp en enginn gat sannnað en sýnt frammá (munum að viðkomandi sem stýrði aðgerðum gegn "yfirkennara" höfundar er nú farin í annað starf utan borgarinnar, sem betur fer).
Hér sýnir því höfundur á sér nýja, kristilega, sparilega hlið, að draga aðila upp úr tjöru og fiðri ósönnuðum ávirðingum um meinta misnotkun á barni, mein godt , gleðileg jól!
Höfundur kann margt, en hann mun víst, samkævmt heimildum, ekki kunna skammast sín.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.11.2016 kl. 14:58
Sigfús Ómar, þú ert öllum hnútum kunnugur á RÚV og í ráðhúsinu, og sérlegur talsmaður vinstrimanna. Ég hef ekki nennt að fletta þér upp í þjóðskránni, til að vita hvort þú sért tröll eða maður, en í öllu falli ertu vel víraður í vinstrikreðsur. Til lukku með það.
Páll Vilhjálmsson, 30.11.2016 kl. 15:37
Nei, nú duttu báða lýsnar sem eftir eru úr kolli mínum, höfundur kaus að líta eilítið niður af stalli sínum og svara okkur, já þessum eigum að vera Píratar, góða fólkið, ESB sinnar, auðvitað erum við svo öll samkynhneigð um leið og við kjósum Samfylkinguna og teljumst til safnaðar hinna "réttrúaðra". Já í dag vorum við bænheyrð...
Þekki lítið til RÚV, á þar einn gamlan félaga en hlusta reglulega og nýt vel, enda fáránlega góður miðill, þó svo að höfundur kjósi að gera þarfir sýnar yfir Efstaleitisgenið þegar honum er mál. Bið samt langlærðan höfund að gera nú mun á almennri dagskrárgerð RÚV og svo fréttasviðinu sem hann keppist við að hatast við. En bendi nú höfundi samt að hlýða á RÚV endrum og eins, svo að hann fái nú e-ð fyrir peninginn.
Svo mikið vill nú höfundur hafa mig auman í metorðum að ég er nú orðinn talsmaður "vinstri manna". Kannski finnst höfundi það vera heiður, kannski sýtir hann það að hafa ekki verið treyst fyrir því hlutverki en ágæti höfundur ,þó svo að ég hafi hér viðkomu endrum og eins og reyni að gala í tómið á móti kórnum góða sem hér á lögheimili, þá er ég nú ekki sá sem þú vilt mig vera. Ég er einfaldur kjósandi, rétt rúmlega meðalgreindur og kann á Internetið nógu mikið til að pára staf og staf.
Lítið þekki ég í ráðhúsi, hvað þá hér í borg, ef það það sem höfundur ýjar að. Fer stundum og kaupi mér einn og einn kaffibolla og skoða gott landakort af landinu okkar fagra (þ.e ef mér dirfist að setja mig aumann undir sama hatt og langlærðan höfund).
Ef það gerir svo e-ð fyrir sálartetur höfundar að setja fólk í dilka fyrir það eitt að tjá sig, þá verður svo að vera, segir meira um höfund en marga aðra.
Tröll verð ég seint, talsvert yfir meðalvigt en langt frá þvi að vera það stór.
En ágæti höfundur, sem fyrr mátt þú hafa skömm fyrir að ata menn fiðri um jafn ljótt mál og nýjasti andstæðingur þinn kann að hafa verið sakaður umm, þetta var afleikur milkill og verður lengi í minni hafður fyrir þá sem vilja eyða plássi sínu í.
Svo er ég í skránni.....
Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.11.2016 kl. 16:33
Gott að vita, Sigfús Ómar. En veitt okkur nú úr brunni þekkingar þinnar á málavöxtu. Þú segir í fyrsta framlagi þínu hér að ofan
(munum að viðkomandi sem stýrði aðgerðum gegn "yfirkennara" höfundar er nú farin í annað starf utan borgarinnar, sem betur fer)
Hver er það sem stýrði aðgerðum gegn Ragnari Þór?
Páll Vilhjálmsson, 30.11.2016 kl. 16:50
Ágæti höfundur, tvisvar ? Sama dag ?
Lítið að gera í hinu starfinu ?
Er nú ekki nógu mikið búið að draga nafn þíns kollega hér í svaðið, í dag. Er þörf á frekari "blóðsúthellingum" um það sorglega mál.
Minn bikar er barmafullur, svo vitnað sé í góða bók.
Enn þá þyrstur ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.11.2016 kl. 17:10
Þú ert sem sagt að breiða út slúður, Sigfús Ómar. Þú ert ekki með neitt nafn á embættismanni sem þú sakar um að hafa stýrt ,,aðgerðum" gegn Ragnari Þór. Ekki heldur nefnir þú eina einustu heimild fyrir meintum ,,aðgerðum".
Þinn bikar er barmafullur af lygum. Verði þér að góðu.
Páll Vilhjálmsson, 30.11.2016 kl. 17:24
Sko, höfundur mættu aftur en nú með "sína útgáfu" á hlutunum. Ég kýs að halda því fyrir mig sem ég tel ekki skipta máli hér, það að höfundur kýs að fara fram með óráði og ráðleysi með þvi draga upp gamalt, ljótt mál um kennarar sem er i kjarabaráttu. Flott hjá höfundi. Svo þegar það er rekið ofan í hann, þveran og honum sagt að húðskammast sín, þá vill hann nú gera öðrum upp lygar, e-ð sem hann þekki best líklega sjálfur enda er hér veggur höfundar uppfullur af staðhæfðulausu bulli, og vill gera lesandsa að lygara því sá kýs að fara ekki lengra með mál kennarans í kjarabaráttu.
Nú sést hvað höfundur er mikill "mannvinur" það skulu allir teknir niður, ef ekki með ýkjum, þá með ósannsögli. Auðvitað veit höfundur ekkert um hvað ég veit. Hann hinsvegar veit hvar hann getur náð í mig,kjósi hann að fylla á slúðurtankana hjá sér. neeiii, þá er best að hlaða í hlandblöðruna góðu og úða.
Held að glas höfundar sé fullt....af bulli.
Ég held frekar að hann ætti að ganga heim....
Skammasti svo þín, enn og aftur fyrir að draga upp ógeðfellt mál á hendur kennarara í kjarabaráttu.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.11.2016 kl. 17:48
Merkilegt hvað skítadreifarar eins og þú, Sigfús Ómar, eru margorðir en efnisrýrir. Engin nöfn, engar heimildir, bara skítur.
Páll Vilhjálmsson, 30.11.2016 kl. 18:10
Höfundur er enn við það sama, enda nóg til í blöðru höfundar.
Aðalatriðið er þó þetta, höfundur kaus að hjóla í kennara í kjarabaráttu með ógeðfelldum hætti, með því að draga upp mál sem kann að varða æru manna. Höfundi er slétt sama um aðra, siðfræðingurinn sjálfur, bara að hann geti losað í tíma og í ótíma.
Aukaatriðið er svo þetta, hvað ég veit (eða lýg greinilega eins og höfundur kýs að lesa það (vitlaus gleraugu í morgun kannski ? ) ) enda skiptir það engi máli í líkingu við þá mynd sem höfundur kýs að draga upp af kennara í kjarabaráttu. Hitt svo hvað höfundu finnst um mig, hvort ég sé blaðadreifari, skítadreifari, spiladreifari er algert aukaatriði.
það vita hinsvegar allir sem e-ð þekkja til siðfræði að þeir sem hafa e-ð að fela, e-ð til að skammast sín fyrir, þá sé best að beina umræðunni annað. Það kann höfundur vel, enda fyrrverandi blaðamaður líka, sá kann öll trikkin í bókinn.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.11.2016 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.