Vinstri grænir velja: hægristjórn eða þjóðstjórn

Það er í höndum Vinstri grænna að velja á milli þess að hér verði hægristjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar annars vegar eða hins vegar þjóðstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

Þjóðstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna þarf þriðja hjólið undir vagninn, sem annað tveggja væri síamstvíburinn Viðreisn-Björt framtíð eða Framsóknarflokkurinn.

Skorti Vinstri græna pólitískt þrek að verða ríkisstjórnarflokkur gæti Framsóknarflokkurinn orðið hluti af mið-hægristjórn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar-Bjartrar framtíðar. Framsóknarflokkurinn yrði jafnvel á varamannabekknum til að byrja með og kæmi inn á í seinni hálfleik.


mbl.is Mjakast örlítið í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Umm! Eins og annara þjóðvarðlið; Ghangeing of the guard...

Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2016 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband