Andúð á ESB vex í Evrópu - hægriflokkar styrkjast

Hægristjórnmál styrkjast um alla Evrópu. Tvö meginþemu eru vaxandi andúð á Evrópusambandinu og uggur vegna flóttamannastraumsins frá Afríku og miðausturlöndum.

Hægripólitík býður skýrari svör við áhyggjum almennings. Vinstrimenn þykja samdauna Brusselvaldinu og fjölmenningu er leiðir til samfélagslegrar upplausnar. Brexit og sigur Trump í Bandaríkjunu eru vatn á myllu hægrimanna.

Evrópusambandið er orðið svo illa úti í umræðunni að jafnvel smáangar þess, EES-samningurinn, kallar á stofnun flokks til höfuðs samstarfinu, samanber Noreg.

Evrópusambandið ætlaði að nota Brexit til að tyfta Breta og þétta raðirnar. Þá rísa upp öfl, t.d. pólska hægristjórnin, sem lýsa yfir stuðningi við Breta í Brexit-vegferðinni.

Evrópusambandið stefnir í að verða síðasta vígi kratismans.


mbl.is Öfgaflokkur stærstur í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband