Án Sjálfstæðisflokks er engin málamiðlun

Fyrsti þingmaður í öllum kjördæmum landsins er sjálfstæðismaður. Ástæðan? Jú, stærsti kjósandaendahópurinn í hverju einasta kjördæmi landsins taldi að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að eiga aðild að landsstjórninni.

Allar tilraunir til að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá ríkisstjórn eru því marki brenndar að um leið er tæplega þriðjungur þjóðarinnar sniðgenginn. Allir sanngjarnir hljóta að sjá í hendi sér að engin möguleg ríkisstjórn sátta og samlyndis getur verið sett saman án aðildar Sjálfstæðisflokksins.

Það er einfaldlega pólitísk staðreynd að án Sjálfstæðisflokksins er ekki hægt að mynda ríkisstjórn sem byggir á lýðræðislegri málamiðlun.


mbl.is Líkur á aðkomu Framsóknar aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband