Katrín boðar skammtímastjórn - 5 ómöguleikar

Ríkisstjórn fjögurra vinstriflokka og Viðreisnar, sem Katrín Jakobsdóttir hyggst mynda, er dauðanum merkt. Hún lifir ekki til næsta vors. Ástæðurnar eru þessar í réttri röð:

Píratar, Samfylking, Viðreisn, Björt framtíð og Vinstri grænir.

Ef Katrín myndar slíka stjórn eyðileggur hún Vinstri græna sem trúverðugt stjórnmálaafl. Vinstri grænir fetar sömu slóð og Samfylkingin, sem líka reyndi hið ómögulega; að troða Íslandi í ESB, og galt fyrir með 5,7 prósent fylgi í síðustu kosningum.


mbl.is Katrín vill mynda fjölflokkastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skammtímastjórn eða ekki - það verður nú samt forvitnilegt að sjá hvernig 5flokka stjórn gengur.  Svo auðvitað hitt; tekst Katrínu að sigla framhjá ESB skerinu sem Bjarni steytti á?

Kolbrún Hilmars, 16.11.2016 kl. 14:33

2 Smámynd: Aztec

Katrínu tekst það einungis með því að fjarlægja alla fyrirvara og þannig afhenda fiskveiðistjórn yfir Íslandsmiðum á silfurfati. Þjóðin verður ekki spurð í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild fyrr en eftir á, þegar allt er um seinan.

Pétur D.

Aztec, 16.11.2016 kl. 14:51

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kötu litlu er ekkert svo umhugað um fara framhjá ESB INNLIMUN, ekki var hún mjög mótfallin því að senda INNLIMUNARUMSÓKNINA 2009. Og það er margt fleira sem hún er tvöföld í roðinu í og það á eftir að koma í ljós.

Jóhann Elíasson, 16.11.2016 kl. 15:28

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá eru það málaferli og allt gert ómark frá 2009 samkvæmt Stjórnarskrá Íslands,viturlegt!
     

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2016 kl. 16:24

5 Smámynd: Elle_

VG eru löngu orðnir ótrúverðugir, þeir urðu það í apríl 2009.  Veit ekki hvað lætur sumt fólk enn blekkjast af þeim nema englasvipurinn á Kötu.  Varla skárri flokkur en hinir 4 þarna.

Elle_, 16.11.2016 kl. 17:22

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gaman að sjá kórinn er mættur á tíma. Söngurinn hafinn. Ekki minn tebolli. 

Of mikil neikvæðni með dasi af besservisku og smá hroka.

Hér skrifa menn og konur um e-ð sem átti sér stað 2009, og það móti stöðuna núna. 

Ég man eftir flokki sem ætlaði taka verðtrygguna í burt og lækka vexti. Hvorugt gerðist. Kórinn raular lítið um það.

Eins man ég eftir flokki sem lofaði að kjósa um áframhald viðræðna við ESB. Það var ekki gert. Ekki sungið um það.

Hér er kannski e-ð sem má þá fara æfa sönginn á: http://www.visir.is/bjarni-og-illugi-vilja-adildarvidraedur-vid-esb/article/2008740050536

Þessir sögðu þetta árið 2009. 

Skyldu þeir skipta um skoðun ?

Takk fyrir gott hljóð....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.11.2016 kl. 17:39

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Loksins kom Viðreisn út úr skápnum með ESB- málin sín og getur ekki sætt sig við það að þjóðin sé spurð hvort hún vilji í ESB eður ei, sem kom alveg til greina að gera. Vinstri vængurinn talar allur um spurningu um framhald viðræðna, sem er hrein blekking (endurupptaka aðlögunar).

Núna er nærri 3 á móti einum gegn ESB aðild skv. MMR. Það er sá veiki grunnur sem staðið er á við það að koma í veg fyrir stjórnarmyndun XD.

Ívar Pálsson, 16.11.2016 kl. 18:10

8 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti Ívar, veit að þetta verður sárt en þeir sem hatast við ESB og allt þar innbyrðis virðast vera fastir í því samskipti við ESB sé breyta upp á nei eða já í byrjun. Svo er auðvitað ekki, þó svo að margur andstæðingurinn vilji að svo sé.

Hér er ágætisplagg um stöðu viðræðna við ESB. Bendi á bla 27 um "samningaviðræður". 

Sjá hér: https://www.utanrikisraduneyti.is/media/Skyrslur/Skyrsla-um-samningavidraedur-Islands-um-adild-ad-Evropusambandinu.pdf

Auðvitað á að ljúka viðræðum (þó svo að andstæðingar ESB séu mjög hræddir við að e-ð jákvætt kunni að koma út úr slíkm viðræðum) og bera þann árangur upp við þjóðina. Annað er bara rökleysa.

Ef menn og konur vilja svo blanda þjóðrembu inn í málið, þá er það þeirra höfðuverkur. Þeir hinir verða þá að taka verkjalyf fyrir sig sjálfa, ekki ætla öðum að sýna meðvirkni.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.11.2016 kl. 18:46

9 Smámynd: Elle_

Ekki viið þið hvaða "kór" Sigfús hin hrokafulli er í eða hvað hann var að segja? 

Elle_, 16.11.2016 kl. 19:23

10 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Elle, hvað kallast þá svona ummæli :" englasvipurinn á Kötu." ? Sumir myndu nú kalla það að taka stórt upp í sig ? Ekki viss um að þú gerðir það með konuna fyrir framan þig.

Það er sem fyrr, ef mörgum hér,ef svarað í sömu mynt og malað er hér alla dag um  aðra sem ekki hlýða skoðunum höfundar og kórs hans, þá er kvartað og kveinað. Líttur þér einfaldlega nær áður en þú kvartar um "hroka" ....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.11.2016 kl. 19:56

11 Smámynd: Elle_

Sigfús, ég las þetta ekki og nenni ekki að lesa það. 

Elle_, 16.11.2016 kl. 20:26

12 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Elle enn við sama heygarðshornið. Sumir hér vilja bara heyra aðra hliðina..

Hin hliðin getur bara átt sig....

Sumir kalla það nýja tískuorðið í dag eða "rétttrúnað"...

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.11.2016 kl. 20:29

13 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Viðið þið hvar hendi Steingríms J Sigfússonar er?

Sigurður Haraldsson, 16.11.2016 kl. 21:39

14 Smámynd: Elle_

Næsturm dapurlegt að Sigfús tali um hroka og neikvæðni:
Sigurði Inga tókst það sem Panamaskjölunum tókst ekki - -

Elle_, 16.11.2016 kl. 22:22

15 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigfús Ómar, þú vitnar í áróðursplagg Össurar Skarphéðinssonar frá utanríkisráðherratíð hans í ESB- umsóknarstjórninni þar sem ávarpi hans lýkur með þessari setningu: "Þetta er hægt. Klárum viðræðurnar. Áfram Ísland!"  

Ég hef stundað útflutning í 32 ár til ESB- landa og lít á þetta pólitíska plagg sem hreinan áróður fólks sem er innvígt í þóknun við Brussel- veldið.

Ívar Pálsson, 16.11.2016 kl. 23:09

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sigfús með Belginginn farinn að æfa fyrirmæli til fyrrverandi landa sinna,já Elle mín hann breiðir úr sér núna og rífur sig oní kvið.
    

Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2016 kl. 00:54

17 Smámynd: Elle_

Og ég stend við engilsvip Kötu og meinti að það væri falskur svipur manneskju sem væri ekki treystandi í stjórn, svo ég skýri það nú einu sinni enn.  Kata stóð og horfði sallaróleg á og hélt bara sínu striki, meðan villikettir voru lúbarðir og niðurlægðir.

Elle_, 17.11.2016 kl. 11:08

18 Smámynd: Baldinn

Takk Sigfús.   Það væri lítið gaman að lesa athugasemdirnar hér ef allir væru sammála.  Þú hefur mína virðingu fyrir að standa hér einn á móti straumnun.

Baldinn, 18.11.2016 kl. 16:05

19 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Bsldinn, það verður bara stundum að segja kórnum til.... :)

Annars verður skríplað falskt endalaust....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 18.11.2016 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband