Þriðjudagur, 15. nóvember 2016
Píratar hrynja - þjóðin afhuga óreiðupólitík
Fylgi Pírata hrynur um heil 8,6 prósent og rétt kemst upp í tveggja stafa tölu, 11,9% fylgi. Píratar standa fyrir óreiðupólitík þar sem saman fer núllstefna, t.d. í atvinnumálum, og krafa um upplausn ríkjandi stjórnskipulags.
Píratar voru stóri flokkurinn í mælingum allt síðasta kjörtímabil, en féllu undir 15 prósent í kosningum. Hratt undanhald í skoðanakönnunum er staðfesting á þeirri þróun að eftir því sem þjóðin kynnist Pírata-pólitík betur líst henni verr á.
Önnur óábyrg stjórnmálasamtök, Samfylking, voru sett í skammakrókinn í kosningunum og ný könnun staðfestir að það var ekki tilviljun. Samfylking mælist með 5,6 prósent fylgi.
Sjálfstæðisflokkur og VG stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkvæmt einföldum prósentureikningi hrynur fylgi Pírata um rúm 40%, næstum því helming, úr 20,5% niður í 11,9%
8,6% minnkun myndi hafa þýtt að 20,5% fylgi hefði minnkað niður í um 19% fylgi.
Ómar Ragnarsson, 15.11.2016 kl. 22:33
Maður tekur ekki prósentur af prósentum, Ómar, nema til að blekkja. En nákvæmara orðalag hefði verið að tala um prósentustig í fyrstu setningunni hér að ofan.
Páll Vilhjálmsson, 16.11.2016 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.