Mánudagur, 14. nóvember 2016
Píratar vita ekki hvað þeir vilja
Þingmaður Pírata sagði á ASÍ-þingi að flokkurinn væri ekki með neina stefnu í atvinnumálum. Píratar sátu hjá við afgreiðslu búvörusamninga og uppskáru reiði flokksmanna. Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður segir að Píratar
hefðu lagt spilin á borðið fyrir kosningarnar og lýst því yfir að ekki hann væri ekki tilbúinn að gefa eftir varðandi ákveðin mál. En Píratar væru eftir sem áður reiðubúnir að leika hvaða hlutverk sem þyrfti til þess að tryggja stöðugleika annaðhvort í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Í afstöðu Gunnars Hrafns kemur fram að Píratar vilja hvorttveggja í senn vera prinsippflokkur sem ekki gefur afslátt en jafnframt flokkur málamiðlana. Þetta tvennt fer ekki saman.
Píratar hafa ekki gert upp við sig hvort þeir séu byltingarflokkur undir formerkjunum ,,heimsyfirráð eða dauði" eða hvort þeir séu tilbúnir að axla ábyrgð og miðla málum.
En til að taka þátt í málamiðlunum þarf vitanlega að hafa stefnu um meginsvið samfélagsins, s.s. í atvinnumálum og landbúnaði. Ágætis byrjun hjá Pírötum væri að koma sér upp pólitískri stefnu.
Ekki óskað eftir Pírötum í forystu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.