ESB er fangi eigin stórveldisdrauma

Bandaríkin standa fyrir 70 prósent af kostnaði við hernaðarbandalagið Nató. Evrópusambandið stækkaði inn í Austur-Evrópu undir hlífiskildi Nató og innbyrti Eystrasaltsríkin, Pólland, Rúmenínu, Ungverjaland, Búlgaríu og Tékkóslóvakíu, sem nú er tvö ríki. Öll þessi ríki voru á viðurkenndu áhrifasvæði Sovétríkjanna, sem liðuðust í sundur fyrir aldarfjórðungi.

Þegar Evrópusambandið, í samvinnu við Bandaríkin og með Nató sem verkfæri, ætlaði að innlima Úkraínu sögu Rússar hingað og ekki lengra. Vestræn yfirtaka á Úkraínu ógnaði öryggishagsmunum Rússlands. Í dag geisar borgarastríð í Úkraínu.

Án Nató er stöðutaka Evrópusambandsins í Austur-Evrópu vonlaus. Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, ætlar ekki að fjármagna valdadrauma ESB í austri, heldur leita samkomulags við Pútín Rússlandsforseta.

Evrópusambandið boðar stofnun Evrópuhers til að bæta upp minni framlög Bandaríkjanna til Nató. Eitt öflugasta herveldi ESB, Bretland, er á leiðinni út. Það þýðir að Frakkar og Þjóðverjar verða að bera uppi nýja Evrópuherinn, sem verður fyrst og fremst ógn við öryggishagsmuni Rússlands.

Evrópa stóð fyrir tveim heimsstyrjöldum á síðustu öld vegna innbyrðis landamæradeilna. Staðan sem nú er komin upp er að breyttu breytanda áþekk þeirri sem blasti við um aldamótin 1900. Bandaríkin eru áhugalaus um framtíð Evrópu og Bretar hikandi að taka á sig ábyrgð á landamæraskiptingu álfunnar. Helsti munurinn er að í fyrri heimsstyrjöld voru Frakkland og Rússland bandamenn. Í dag standa Frakkar og Þjóðverjar saman gegn Rússum.

Evrópusambandið var stofnað til að Frakkar og Þjóðverjar græfu stríðsöxina. En eftir að Evrópusambandið tók upp úþenslustefnu í Austur-Evrópu hitti það fyrir rússneska björninn. Aldrei kom til tals að bjóða Rússlandi aðild að Evrópusambandinu, til þess er Rússland of stórt og myndi riðla valdajafnvægi sambandsins.

Í stað þess að leita samkomulags við Rússa eftir fall Sovétríkjanna tók Evrópusambandið upp herskáa stefnu sem núna tapar öllum trúverðugleika - eftir kjör Trump, sem ekki hefur áhuga á valdaskaki í Austur-Evrópu.

Evrópusambandið er skelfingu lostið. Þó ól með sér draum um að verða stórveldi en býr ekki að þeim eina innviði sem er forsenda stórvelda: sínum eigin her.

Annað tveggja gerist á næstum árum. Ólíklega útgáfan er að Evrópuher verði skipulagður til að mæta Rússum í austri. Líklegra er að Evrópusambandið verði knúið til að láta af stöðutöku sinni í Austur-Evrópu og semji við Rússa úr veikri stöðu.

Evrópusambandið er þrátt fyrir allt aðeins stórveldisdraumur embættismanna í Brussel. En engin söguleg dæmi eru um að embættismenn skapi stórveldi - þótt þeir séu nauðsynlegir til að halda þeim gangandi. Til að Evrópusambandið verði stórveldi þarf sameiginlega hugsjón þeirra þjóða sem mynda sambandið. Slík hugsjón er ekki til.

 


mbl.is Trump snúi ekki baki við Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"Að breyttu breytanda áþekk" hjá homo sapiens- hvað tók það hann langan tíma að þróa hugsjón?

Helga Kristjánsdóttir, 13.11.2016 kl. 16:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það má vel taka undir það að viðbrögð Rússa við því að vestræn ríki kæmust með ESB og þá jafnvel NATO í kjölfarið inn í Úkraínu og Krímskagann hafi verið of langt gengið, enda gáfu Rússar ekki Úkraínu Krímskagann fyrir hálfri öld til þess að þar yrði möguleiki á innlimun í ESB eða NATO. 

En það er nýstárleg söguskoðun, sem virðist kúin af sérstakri óbeit á ESB, að ESB hafi næstum því þvingað NATO til þess að gera fyrrum kommúnistaríki í Austur-Evrópu að þátttökuríkjum í NATO og láta með því eins og Bandaríkin hafi nánst hvergi nærri komið. 

Ómar Ragnarsson, 13.11.2016 kl. 17:32

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið, það féllu niður orð í fyrstu línunum, sem eiga að vera svona:

Það má vel taka undir það að viðbrögð Rússa við því að vestræn ríki kæmust með ESB og jafnvel NATO inn í Úkraínu og Krímskagann hafi verið skiljanleg sem og sá skilningur Rússa að of langt hafi verið gengið....

Ómar Ragnarsson, 13.11.2016 kl. 17:35

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar, Nató er kaldastríðsbandalag. Andstæðingur Nató var Varsjárbandalagið, sem var langt niður með falli Sovétríkjanna. Þegar Nató kemur upp herstöðvum eftir endilöngum vesturlandamærum Rússlands er það óvinveitt yfirlýsing. Bæði ESB og Bandaríkin báru ábyrgð á útþenslu Nató. En núna virðast Bandaríkin efast um gildi Nató - sbr. Trump. Og það mun hafa afleiðingar.

Páll Vilhjálmsson, 13.11.2016 kl. 18:01

5 Smámynd: Elle_

Eg er sammála öllu í þessum pistli.

Elle_, 13.11.2016 kl. 18:49

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Páll, þú skrifar eins og þú hafir gleypt heilan árgang af Pravda.

Wilhelm Emilsson, 13.11.2016 kl. 23:54

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú veist ljóslega Wilhelm, hvað áratugum saman, skrifað var í Pravda.  Ég hef aldrei keypt Pravda og er ekki viss um að Páll hafi lesið alla árganga síðasta áratugar af Pravda, en hver veit?  

Mér vitanlega hefur ræða Páls hér á síðum verið ærleg, en utan af nagarar og hælbítar skemmta sér við sitt fláráða háð.

Hrólfur Þ Hraundal, 14.11.2016 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband