Vinstrimenn völdu áhrifaleysi

Eftir kosningar voru Vinstri grænir leiðandi flokkur vinstrimanna. Þeir stóðu frammi fyrir tveim kostum. Í fyrsta lagi að taka þátt í stjórnarmyndum með sigurvegara kosninganna, Sjálfstæðisflokknum. Í öðru lagi að standa á hliðarlínunni og bíða þess er verða vildi.

Vinstri grænir höfnuðu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og krossuðu fingur í von um að stjórnarmyndunarviðræður Bjarna Ben. steyttu á skeri. Sú von breytist í örvæntingu ef Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð ná saman um ríkisstjórn.

Forysta Vinstri grænna skýlir sér á bakvið Lækjarbrekkufundi vinstriflokkanna fyrir kosningar og segir vegna þeirra hafi þeir ekki getað farið í viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Lækjarbrekkufundirnir voru boðaðir af Pírötum sem með aðstoð RÚV settu saman vinstrivalkost til landsstjórnar. Þjóðin veitti ekki Lækjarbrekkubandalaginu umboð, flokkarnir 4 eru með 27 þingmenn.

Vinstri grænir verða ekki í forystu í stjórnarandstöðunni. Píratar eru jafn stór þingflokkur og engar líkur að þeir lúffi fyrir Vinstri grænum. Samfylking er of lítil til að skipta máli. Afleiðingin af hjásetu Vinstri grænna verður áhrifaleysi enda Birgitta og Píratar flinkari að sprikla í fjölmiðlum en Katrín, Svandís og Steingrímur J.

Ósigur Samfylkingar í kosningunum og vangeta Vinstri grænna eftir kosningar dæmir vinstrimenn til áhrifaleysis um fyrirsjáanlega framtíð.


mbl.is Furðar sig á Bjartri framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Eitt RUV á dag kemur heilsunni í lag" á þessari bloggsíðu.

 Ef RUV stóð að Lækjarbrekkufundinum, sem sagt hefur verið að hafi skapað hluta af fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins er RUV líka orðið ábyrgt fyrir því og stjórnarmyndunarviðræðum Sjalla, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, ekki satt?

Ómar Ragnarsson, 12.11.2016 kl. 12:56

2 Smámynd: Hrossabrestur

Nú er farið að fara um vinstra liðið þegar plottið þeirra gekk ekki upp og sumir gegnir úr skaftinu, sem þeir voru kannski aldrei í og voru í öðru plotti.

Hjaðnigavíg í pólitíkinni, eru þau eitthvað nýnæmi?

Hrossabrestur, 12.11.2016 kl. 13:17

3 Smámynd: Hrossabrestur

leiðrétting: Hjaðnigavíg á að vera Hjaðningavíg. 

Hrossabrestur, 12.11.2016 kl. 13:19

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér finnst þú hafa nokkuð til þíns máls Páll. Þeir ætti að spila "Who´s sorry now" frekar en Nallann í dag.

Og aumingja Steingrímur verður ekki forseti þingsins nema ef þeira átta sig á því að enginn kann djobbið nema hann því þetta er allt nýliðar og græningjar.

Aummingja Kata sem fór ein heim af ballinu.Og danslagið dunar enn:

"Who´s sorry now"

Halldór Jónsson, 12.11.2016 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband