Miðvikudagur, 9. nóvember 2016
Trump-sigur gegn valdastéttinni
Sigri Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, eins og flest bendir til, yrði það ósigur valdastéttarinnar.
Trump talar fyrir málstað láglaunafólks og Stór-Bandaríkjanna er standi fyrir hagsmunum Hversdags-Nonna en ekki stórfyrirtækja.
Hillary Clinton er innherji valdastéttarinnar sem ræður ferðinni í Washington. Málamiðlun ráðandi afla og minnihlutahópa af mörgum gerðum er rauði þráðurinn í bandarískum stjórnmálum síðustu áratugi.
Sigur Trump veit á uppstokkun bandarískra stjórnmála þar sem nýtt afl er komið til sögunnar.
Trump verður væntanlega forseti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vonandi að það niðurbrot valdastéttanna flæði flæði um sem víðast.
Hrossabrestur, 9.11.2016 kl. 08:07
Þetta mun hafa áhrif hér. Við erum með krónu sem hefur styrkst að þolmörkum og ofan á það mun dollarinn hrapa í verði. Bless amerískir túristar næsta árið allavega.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2016 kl. 10:49
Bendi höfundi góðfúslega á að Trump hefur ekki sigrað, hann fékk fleiri kjörmenn en sem stendur er hann með færri atkvæði (0.83 %) en Hillary.
Þannig að stórskemmt kosningakerfi, eins og hér er að tryggja vini höfundar embættið en sigurinn er ekki hans.
Spurning til höfundar; mun höfundur styðja Trump í viðleitni sinni að mega stefna blaðamönnum sem munu skrifa gegn stjórn hans líkt og hann lofaði í sumar ? Var slíkt kennt í námi höfundar til blaðamennsku ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 9.11.2016 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.