Þriðjudagur, 8. nóvember 2016
Skapar Viðskiptaráð velferð?
Viðskiptaráð óskar sér ríkisstjórnar í þágu atvinnulífsins. Rökin eru:
Með því að styðja við þá sem skapa ný verðmæti skapast svigrúm til að fjármagna öflugt velferðarkerfi á sama tíma og lífskjör batna.
Tvær athugasemdir má gera við rökfærsluna. Í fyrsta lagi er hagnaður eigenda fyrsta boðorð fyrirtækja - en ekki að fjármagna velferðarkerfið. Í öðru lagi kýs Viðskiptaráð að gleyma síðustu ríkisstjórn atvinnulífsins, samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 til 2008.
Skiljanlega vill Viðskiptaráð ekki muna hrunstjórnina, sem fékk þá umsögn að framkvæma nánast allt sem Viðskiptaráð bað um. Til þess eru vítin að varast.
Höfðu í heild jákvæð áhrif á efnahagslífið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar viðskiptaráð fékk nánast allt sem það bað um og haft var á því orð 2006-2007 hafði reyndar Sjálfstæðisflokkurinn verið við stjórnvöldinn í 15 ár samfleytt og Framsóknarflokkurinn með honum í stjórn í 11 ár.
Ómar Ragnarsson, 8.11.2016 kl. 14:48
Ríkisstjórn atvinnulífsins... *hrollur*
“Fascism should more appropriately be called Corporatism because it is a merger of state and corporate power.”
- Benito Mussolini
Guðmundur Ásgeirsson, 8.11.2016 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.