Bandaríkin: tveir slæmir kostir

Hvorki Hillary Clinton né Donald Trump eru góðir kostir í embætti forseta Bandaríkjanna. Báðir frambjóðendur voru afhjúpaðir sem raðlygarar í kosningabaráttunni og eru hvor á sína vísu stríðsæsingamenn.

Clinton er innherji misheppnaðrar hernaðarstefnu Bandaríkjanna í mið-austurlöndum og Úkraínu og Trump talar eins og kúreki með kjarnorkuvopn.

Clinton er fulltrúi valdastéttarinnar og mun ekki hrófla við efnahagslegu og félagslegu misrétti. Trump er talsmaður þeirra reiðu og afskiptu sem telja sig hlunnfarna.

Kosningabaráttan sýndi Bandaríkin veik og óörugg. Umræða um að Pútín Rússlandsforseti hefði afskipti af kosningunum gaf til kynna að ráðandi öfl í stærsta hernaðar- og efnahagsveldi heimsins væru að fara á taugum. Vanmáttur og geðshræring á æðstu stöðum í Washington veit ekki á gott.

 


mbl.is „Valið gæti ekki verið skýrara“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sama hverju forsetaefni hóta eða lofa, þá er eru þeir ekki alvaldir í embætti. Það er ekki verið að kjósa einræðisherra, þótt manni heyrist það á máli sumra æsingamanna í röðum stuðningsmanna. Bandaríkin eru allavega að nafninu til lýðræði og það háð samþykki þingsins hvaða aðgerðir eða stefnur verða ofaná.  

Eins og hér, þá eru miklar heitstrengingar hjá flokkum í kosningabaráttu, en það er þó ekki undir þeim komið hvernig efndirnar eru. Þar vegur hvernig málamiðlanir stjórnarsáttmála verða. Þing verður að samþykkja lög og aðgerðir og svo hefur almannarómur mikið um að segja hvað er gert og hvað ekki.

Það sem togast er á um í þessum kosningum finnst mér vera ólíkar meginstefnur frambjóðenda í utanríkismálum, þ.e. Einangrunarstefna eða útþenslustefna. Bush var forðum mikill einangrunarsinni og talaði sem slíkur í kosningum, en niðurstaða valdatíðar hans varð þveröfug.

Ég held það skipti litlu máli hvor verður forseti. Bæði efnin hafa þrýstihópa á bakvið sig og þar sé ég lítinn mun á kúk og skít.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2016 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband