Yfirvegun í stað ærsla - nema í Viðreisn

Fljótlega eftir kosninga ákvað forysta flestra stjórnmálaflokka á alþingi að taka yfirvegaða afstöðu til stjórnarmyndunarviðræðna. Nema forysta Viðreisnar, sem ætlaði hvorttveggja að mynda ríkisstjórn í beinni útsendingu og kenna nýkjörnu alþingi að haga sér.

Góðu heilli létu ráðsettir flokkar ekki nýgræðinginn slá sig út af laginu.

Stjórnarmyndun krefst vandaðra vinnubragða og ber ekki rasa þar um ráð fram.


mbl.is Getur ekki skellt í lás fyrirfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Benedikt Jóhannesson er ekki búin að fatta að hvíti fákurinn sem hann hélt sig ríða til þings er óttaleg bikkja. Búin að kasta Samfylkingunni og þar að auki fælist með Bjarta framtíð.

Ragnhildur Kolka, 7.11.2016 kl. 17:11

2 Smámynd: Hrossabrestur

Góð Ragnhildur, kannski nær Benedikt áttum þegar bykkjan verður búin að kasta honum af baki og berja hann að auki.

Hrossabrestur, 7.11.2016 kl. 17:32

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek hér undir með Ragnhildi Kolka og bæti hér við án þess að þar þurfi að kenna frú Kolka nokkru um. 

Benidikt þessi umræddur er að mínu viti, sjálfs athygli sjúkur kjáni og auðvita ekkert við því að gera.  

Hrólfur Þ Hraundal, 7.11.2016 kl. 18:36

4 Smámynd: Elle_

Já góð Ragnhildur.

Elle_, 7.11.2016 kl. 19:30

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

1.482 atkvæði í NA-kjördæmi eru á bak við kjör Benedikts á Alþingi, og fyrir þau fær hann úr ríkissjóði alls 79,2 milljónir króna í sinn vasa á næstu fjórum árum, verði hann þingflokksformaður þeirrar "Viðreisnar" sem vill fella fullveldi og sjálfstæði Lýðveldisins Íslands! -- sjá nánar HÉR!

Og þessi sami maður var einn helzti predikari þess, að Íslendingar ættu að borga Icesave! Eðlilegt að hann sé í uppáhaldi hjá ESB-flokknum!

Jón Valur Jensson, 7.11.2016 kl. 20:50

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Góð! Hann tollir ekki á truntunni. 

Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2016 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband